Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að með hlutdeildarláni geti dugað fyrir kaupanda að leggja fram 1,75 milljónir sjálfur til að kaupa húsnæði sem kostar 35 milljónir.
Það er Húsnæðis- og mannvirkjastofnun sem úthlutar lánunum. Morgunblaðið hefur eftir Önnu Guðmundu Ingvarsdóttur, aðstoðarforstjóra stofnunarinnar, að 129 umsóknir hafi borist um lán á höfuðborgarsvæðinu og 62 um lán á landsbyggðinni.
Lánum verður úthlutað sex sinnum á næsta ári en fyrstu viðbrögðin benda til að mikill áhugi sé á þessum nýju lánum sem koma á markað á sama tíma og vextir eru í sögulegu lágmarki.