fbpx
Miðvikudagur 26.febrúar 2025
Eyjan

Ólafur segir Benedikt vera popúlista – „Bak við grímuna er maður sem hirðir ekki um staðreyndir“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 8. desember 2020 19:30

Ólafur Marteinsson (t.v.) og Benedikts Jóhannesson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramm hf. og formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi  (SFS) fer hörðum orðum um Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi ráðherra og stofnanda Viðreisnar, í grein í Morgunblaðinu í dag.

Benedikt hefur skrifað með gagnrýnum hætti um sjávarútvegsmál og talað fyrir markaðslausnum í sjávarútvegi, þvert á núgildandi kvótakerfi. Ólafur sakar hann um að hirða ekki um staðreyndir.

Ólafur telur Benedikt tala gegn betri vitund er hann sjái ofsjónum yfir háum arðgreiðslum í sjávarútvegi. Ólafur bendir á að fjárfesting í sjávarútvegi sé mjög fjármagnsfrek:

„Sjávarútvegur er fjármagnsfrek atvinnugrein og til þess að standa undir þeirri kröfu sem til hennar eru gerðar þarf hún að hafa meira eigið fé en flestar aðrar atvinnugreinar á Íslandi. Meðal
annars þess vegna er arðsemi eiginfjár minni í sjávarútvegi en í mörgum öðrum atvinnugreinum sem ekki þurfa að binda eins mikið fé í rekstri sínum. Allt þetta veit Benedikt.“

Ólafur segir að Benedikt sé með lævísum hætti að reyna að vekja óréttmætan ótta um að útgerðarmenn séu að leggja allt undir sig á Íslandi. Hann segir: „Benedikt bregður gjarnan yfir
sig blæju frjálslyndis, víðsýni og sanngirni. En bak við grímuna er maður sem hirðir ekki um staðreyndir, beitir talnabrellum til þess að leiða upplýsta umræðu af vegi. Hann reynir að læða inn
þeim ótta að útgerðarmenn séu að eignast allt Ísland. Það er líklega af ráðnum hug að hann notar alltaf orðið útgerðarmenn í stað sjávarútvegsfyrirtækja, enda er það í takt við skrumskælingu hans um að sjávarútvegur hafi að geyma örfáa einstaklinga sem maka krókinn. Það er auðvitað fjarri sanni.“

Ólafur endar pistil sinn á því að saka Benedikt um popúlisma:

„Benedikt segist vera maður frjálslyndis, sanngirni og víðsýni, en er bara, þegar nánar er að gáð, ísmeygileg útgáfa af popúlista.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Fundaóður flokkur undirbýr landsfund – áhlaup Áslaugar í Reykjavík misheppnast

Orðið á götunni: Fundaóður flokkur undirbýr landsfund – áhlaup Áslaugar í Reykjavík misheppnast
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Enn og aftur um bókun 35 og forgang EES-reglna

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Enn og aftur um bókun 35 og forgang EES-reglna