fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Eyjan

Greiða 200 milljónir í bætur vegna riðu

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 8. desember 2020 07:50

Mynd: Eyþór Árnason. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áætlað er að um 200 milljónir verði greiddar í bætur til bænda vegna riðuveiki sem hefur komið upp á fimm bæjum í Skagafirði. Þetta kemur fram í svari sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn Ingu Sæland, þingmanns.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að engar bætur hafi enn verið greiddar til þeirra bænda sem þurftu að skera niður fé sitt vegna riðuveikinnar. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs er gert ráð fyrir 123 milljónum í málaflokk sem nefnist Greiðslur vegna varna gegn dýrasjúkdómum.

Í svari ráðherra við fyrirspurn Ingu Sæland segir einnig að hugsanlega þurfi að endurskoða þessa fjárhæð þegar fyrir liggur hvernig bótagreiðslur munu skiptast á milli ára.

Fréttablaðið hefur eftir Haraldi Benediktssyni, varaformanni fjárlaganefndar og fyrrverandi formanni Bændasamtaka Íslands, að varasjóður vegna dýrasjúkdóma hafi verið lagður af þegar ný lög um opinber fjármál tóku gildi. Fjárheimildir til bóta handa bændum kunni að fást að hluta með sérstakri heimild í fjárlögum og að hluta í fjáraukalögum. Það fari eftir því hvenær bændur fái bætur greiddar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Í gær

Björn Jón skrifar: Bara ef það hentar mér

Björn Jón skrifar: Bara ef það hentar mér
Eyjan
Í gær

Ásmundur Einar: Stjórnin sprakk ekki vegna innflytjendamála heldur vegna innri ágreinings í VG og Sjálfstæðisflokki

Ásmundur Einar: Stjórnin sprakk ekki vegna innflytjendamála heldur vegna innri ágreinings í VG og Sjálfstæðisflokki
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sagnfræðiprófessor: Ef Trump sigrar gæti aðild að ESB orðið kosningamál á Íslandi

Sagnfræðiprófessor: Ef Trump sigrar gæti aðild að ESB orðið kosningamál á Íslandi