Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur og Sósíalistaflokkur Íslands næði fólki inn á þing ef marka má nýja skoðanakönnun sem MMR framkvæmdi.
Samkvæmt könnuninni er Sjálfstæðisflokkurinn með 27,1% og bætir við sig rúmlega tveimur prósentustigum.
Píratar og Samfylking eru með jafnmikið fylgi, 13,8%. Píratar tapa lítillega frá síðustu könnun sem var birt fyrir mánuði en Samfylkingin tapar tæplega þremur prósentustigum.
Viðreisn er með 9,5% og bætir við sig.
Framsóknarflokkur og VG eru báðir með 7,6%. Framsókn er að tapa ríflega tveimur prósentum en VG að standa í stað.
Miðflokkurinn er með 7% sem er rúmlega tveimur prósentum minna en í síðustu könnun.
Samkvæmt þessari könnun fá bæði Flokkur fólksins og Sósíalistaflokkur Íslands kjörna menn á þing. Flokkur fólksins er með 6,2% og Sósíalistar 5,0%.