fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Eyjan

Ásmundur opnar sig um erfiða æsku- „Ég var einn heima og hafði ekki hug­mynd um hvar mamma var“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 28. nóvember 2020 11:00

Ásmundur Einar Daðason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásmundur Einar Daðason, barnamálaráðherra, stígur fram í helgarviðtali við Morgunblaðið þar sem hann opnar sig um erfiða barnæsku sem tók hann langan tíma að vinna úr. Hann deilir sögu sinni til að útskýra hvers vegna málefni barna hafa verið áherslumál hjá honum og eins í þeirri von að saga hans geti hjálpað öðrum í sambærilegum aðstæðum.

Óregla og fátækt

Móðir Ásmundar glímir við áfengisvanda og hefur lengi átt við geðræn veikindi að stríða. Foreldrar Ásmundar slitu samvistum þegar Ásmundur var fimm ára gamall, en hann ólst upp hjá móður sinni.

„Það var ekki fyrr en ég fór að eld­ast að ég gerði mér grein fyr­ir því að þessi mikla áfeng­is­notk­un á heim­il­inu væri óeðli­leg en mamma var alltaf dug­leg til vinnu og það vissu fáir af því hver staðan var inn­an heim­il­is­ins. Þó var það ekki óal­gengt að hún færi út á lífið og kæmi ölvuð heim, stund­um ein, stund­um ekki. Þessi óregla litaði and­rúms­loftið á heim­il­inu og það var oft spenna í loft­inu,“ sagði Ásmundur.

Sem barn gerði hann sér ekki grein fyrir að móðir hans væri veik. Óreglunni fylgdu tíð makaskipti og Ásmundur þurfti að horfa upp á móður sína verða fyrir ofbeldi.

„Allt frá því ég man eft­ir mér voru maka­skipti mjög tíð hjá mömmu. Alls kon­ar menn voru komn­ir inn í líf mitt og inn á heim­ilið mjög fljótt. Ég veit ekki hvað þeir voru marg­ir. Sum­ir voru frá­bær­ir en aðrir áttu við sömu vanda­mál að stríða og mamma. Oft voru þetta þannig ein­stak­ling­ar í mik­illi áfeng­isneyslu. Verst var þegar um of­beld­is­menn var að ræða. Ég var ekki sjálf­ur beitt­ur lík­am­legu of­beldi en mamma varð fyr­ir því. Ég varð vitni að því, fann það, heyrði það. Það sit­ur enn í mér og mun alltaf gera“

Ásmundur upplifði fátækt í æsku og rifjar upp að sem barn hafi hann þurft að opna sparibauk sinn til að geta keypt malt og appelsín um jólin. Einnig rifjar hann það upp að hafa grátið yfir því að geta ekki tekið þátt í íþróttum með félögum sínum því æfingagjöldin og annar nauðsynlegur búnaður var of dýr.

Lokaði á tilfinningarnar

Ásmundur dvaldi einnig mikið hjá föður sínum í sveitinni, en foreldrar hans töluðust þó ekki við. Í sveitinni þótti ekki til siðs að ræða um tilfinningar sínar svo Ásmundur bar harm sinn í hljóði.

Á þrettánda ári flutti Ásmundur með móður sinni til Noregs.

„Við vor­um hús­næðis­laus fyrst eft­ir kom­una til Nor­egs og bjugg­um í hjól­hýsi fyrstu mánuðina. Síðan fékk mamma vinnu og við íbúð til að búa í. Mamma var dug­leg í vinnu en drakk mikið um helg­ar. Hún kynnt­ist fljótt manni sem var vond­ur maður og beitti hana of­beldi. Þrátt fyr­ir að hún hafi ein­ung­is verið í sam­bandi við þenn­an mann í nokkra mánuði finnst mér eins og sá tími hafi verið mörg ár. Það var ekk­ert óal­gengt að hún færi út á lífið á föstu­degi og kæmi ekki heim fyrr en dag­inn eft­ir. Stund­um var ein­hver með henni eða ekki. Ég var einn heima og hafði ekki hug­mynd um hvar mamma var og svo þegar þau komu heim tók of­beldið stund­um við. Það eina sem ég sem barn gat gert í þess­um aðstæðum var að snúa mér á hina hliðina, reyna að loka eyr­un­um og vona að fljót­lega myndu þau deyja áfeng­is­dauða,“

Þegar þarna var komið ákvað Ásmundur að flytja til pabba síns. Þar var meiri festa í lífinu en í sveitinni voru tilfinningar ekki ræddar svo Ásmundur þurfti áfram að bíta á jaxlinn.

Leitaði sér aðstoðar

Eftir að hann varð eldri fór vanlíðanin að breytast í reiði í garð foreldra sinna, einkum til móður hans. Þegar hann var vel kominn á þrítugsaldurinn varð það honum til bjargar að hafa kynnst eiginkonu sinni, Sunnu Birnnu Helgadóttur, sem hvatti hann til að vinna úr sínum málum.

„Á þess­um tíma hafði ég á til­finn­ing­unni að allt gæti farið á versta veg en það gerðist ekki því ég var með þétt­an og góðan stuðning konu minn­ar. Ég leitaði mér aðstoðar og fór að upp­götva hvað það er sem skipt­ir raun­veru­lega máli. Ég tel að við get­um öll tekið rétt­ar beygj­ur í líf­inu ef við fáum til þess aðstoð og erum til­bú­in að fylgja því sem læt­ur manni líða raun­veru­lega vel í hjart­anu. Það er ótrú­leg áskor­un að gera það og ég upp­lifði það svo sann­ar­lega. Stund­um held­ur maður að hæðin sé auðveld yf­ir­ferðar en þetta er senni­lega ein stærsta hæð sem ég hef þurft að fara yfir um æv­ina. Þegar ég var kom­inn á þann stað, upp hæðina, fann ég að reiðin í garð móður minn­ar hvarf smám sam­an og það er ótrú­lega góð til­finn­ing. Á sama tíma fór ég að sjá hana í öðru ljósi, og ég átta mig á því að hún er senni­lega að burðast með þenn­an sama stein í mag­an­um og ég.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorgerður og Jón gera grín að dramanu í Samfylkingunni

Þorgerður og Jón gera grín að dramanu í Samfylkingunni
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll svarar Áslaugu Örnu – „Sjálfstæðisflokkurinn er að fara á taugum í vörn sinni fyrir hagsmuni ríkasta fólksins á Íslandi”

Jóhann Páll svarar Áslaugu Örnu – „Sjálfstæðisflokkurinn er að fara á taugum í vörn sinni fyrir hagsmuni ríkasta fólksins á Íslandi”
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðlaugur Þór og Bergþór karpa um það hvort Sjálfstæðisflokkur eða Miðflokkur hafi fyrstur komið með herta stefnu í útlendingamálum

Guðlaugur Þór og Bergþór karpa um það hvort Sjálfstæðisflokkur eða Miðflokkur hafi fyrstur komið með herta stefnu í útlendingamálum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Á hvaða plani er PLAN Samfylkingarinnar? Er ætlunin að leysa Vinstri græna af hólmi?

Orðið á götunni: Á hvaða plani er PLAN Samfylkingarinnar? Er ætlunin að leysa Vinstri græna af hólmi?