fbpx
Miðvikudagur 26.febrúar 2025
Eyjan

Segir að frumvarp um lög á verkfall flugvirkja Landhelgisgæslunnar sé tilbúið

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 26. nóvember 2020 07:48

Landhelgisgæslan var meðal annars kölluð til við leitina.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef samningar takast ekki í kjaradeilu flugvirkja Landhelgisgæslunnar og ríkisins mun ekkert af loftförum Gæslunnar verða til reiðu eftir 14. desember. Aðeins ein þyrla verður tiltæk fram að því og því ljóst að viðbragðsgeta Gæslunnar er mjög skert. Einnig mun ríkja óvissa um lofthæfi þessarar einu þyrlu.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag og segir þetta koma fram í svari Ásgeirs Erlendssonar, upplýsingafulltrúa Gæslunnar, við fyrirspurn blaðsins. Verkfallið hefur staðið yfir frá 5. nóvember. Í svari sínu bendir Ásgeir á að eftir því sem verkfallið vari lengur, þeim mun lengri tíma taki að byggja upp viðbragðsgetu Gæslunnar á nýjan leik. Þótt verkfallinu lyki í þessari viku yrðu tvær þyrlur aðeins tiltækar í tíu daga í desember. Það liggur því fyrir að áhrifa verkfallsins mun gæta næstu vikur og mánuði.

Morgunblaðið segist hafa heimildir fyrir að í innanríkisráðuneytinu sé lagafrumvarp, sem bindur enda á verkfallið, tilbúið. Blaðið segist einnig hafa heimildir fyrir að ekki sé samstaða innan ríkisstjórnarinnar um hvort leggja eigi frumvarpið fram. Ráðherrar VG eru sagðir hafa lýst sig andsnúna því.

„Ég lagði fram þá valkosti sem eru í stöðunni og einn af þeim er að setja lög á verkfallið. Allir valkostirnir voru ræddir ítarlega á ríkisstjórnarfundinum eins og ég greindi frá eftir hann,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, í samtali við Morgunblaðið en málið var rætt á ríkisstjórnarfundi á þriðjudaginn.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði í samtali við Morgunblaðið að hún hafi ekki séð neitt frumvarp og að hún leggi áherslu á að „vegna eðlis þessara starfa leggi samningsaðilar sig alla fram við að komast að samkomulagi.“

Deiluaðilar hittast á fundi hjá ríkissáttasemjara klukkan níu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Inga Sæland rassskellti hrútspungana í Hádegismóum – örvænting og örþrifaráð einkenna stjórnarandstöðuna

Orðið á götunni: Inga Sæland rassskellti hrútspungana í Hádegismóum – örvænting og örþrifaráð einkenna stjórnarandstöðuna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kóngurinn er sestur að í Hvíta húsinu

Kóngurinn er sestur að í Hvíta húsinu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Inga tók illa í fyrirspurn Hildar – Bergþór með föðurleg ráð

Inga tók illa í fyrirspurn Hildar – Bergþór með föðurleg ráð
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Áslaug Arna: flokkurinn missti talsamband við fólk – gleymdi launþegum, íþróttum og atvinnulífinu

Orðið á götunni: Áslaug Arna: flokkurinn missti talsamband við fólk – gleymdi launþegum, íþróttum og atvinnulífinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Borgarstjórnarviðræður

Óttar Guðmundsson skrifar: Borgarstjórnarviðræður