fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Eyjan

Enginn Brexit-samningur verður dýrari en kórónuveirufaraldurinn

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 26. nóvember 2020 06:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andrew Bailey, bankastjóri Englandsbanka, segir að ef samningar takist á milli Bretland og ESB um útgöngu Breta úr ESB muni það skaða breskan efnahag til langs tíma og verða dýrara en tjónið af völdum heimsfaraldurs kórónuveirunnar.

The Guardian skýrir frá þessu. Fram kemur að Bailey hafi fundað með fjárlaganefnd þingsins um málið og þar hafi hann sagt að ef samningar nást ekki fyrir áramót muni það hafa mikil áhrif á viðskipti Breta og ESB og skaða samband stjórnvalda í Lundúnum við ESB.

Hann sagði einnig að heimsfaraldur kórónuveirunnar með tilheyrandi sóttvarnaaðgerðum væri að hafa mjög mikil áhrif á breskan efnahag til skamms tíma og vék síðan að langtímaáhrifunum sem hann sagðist telja verða mun meiri af Brexit en af völdum kórónuveirunnar. „En . . . það væri betra að vera með viðskiptasamning, já, það er engin spurning,“ sagði hann.

Eins og staðan er núna stefnir í að samningar náist á milli Breta og ESB um tollamál en embættismenn vilja ekki útiloka að samningar náist ekki en telja þó meiri líkur en minni á að samningar náist.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Egill Þór er látinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK