fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Eyjan

Willum segir aðhaldskröfuna á Landspítalann vera 400 milljónir en ekki 4,3 milljarða

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 24. nóvember 2020 07:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar, segir að á yfirstandi kjörtímabili hafi framlög til Landspítalans verið aukin verulega. Það hafi ekki breytt því að frá 2017 hafi verið uppsafnaður halli sem flytjist á milli ára samkvæmt lögum. Það sé sameiginlegt verkefni forstjóra spítalans og ráðherra að ákveða hvernig á að takast á við þennan halla.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. „Eftir efnahagshrunið var farið í niðurskurð á spítalanum en við höfum verið að reyna að bæta úr og sett kraft í að byggja nýjan spítala til að bæta aðbúnaðinn,“ er haft eftir Willum sem sagði að á næsta ári verði 4,1 milljarði bætt við í rekstur spítalans. Krafa sé gerð um aðhald upp á 0,5%, sem séu 400 milljónir en ekki 4,3 milljarðar eins og RÚV skýrði frá um helgina.

„Í svona flókinni starfsemi er sífellt verið að reyna að finna leiðir til að nýta peningana betur,“ er haft eftir Willum sem sagði að það verði meðal annars gert með skipulagsbreytingum og breyttum vöktum. Enginn vilji draga úr þjónustunni.

Hann sagði að hluti vandans væri að komið hafi verið til móts við lækna og hjúkrunarfræðinga í kjaramálum. „Vitaskuld eru laun og verðlagsbætur stór hluti af þessu. En engu að síður eru þetta 20 milljarðar,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK