fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Eyjan

Ólafur svaraði fyrir breytingarnar hjá Miðflokknum – „Hvað gerir varaformaður í stjórnmálaflokki?“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 22. nóvember 2020 13:15

Ólafur Ísleifsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Hvað gerir varaformaður í stjórnmálaflokki? Ég er ekki svo viss um að þetta sé að öll leyti nauðsynlegt embætti,“ sagði Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, er Fanney Birna Jónsdóttir spurði hann í þættinum Silfrið hvers vegna samþykkt hefði verið á aukalandsþingi flokksins að leggja niður embætti varaformanns.

Þingflokksformaður fer með skyldur varaformanns eftir breytingarnar en skipuð verður fimm barna yfirstjórn flokksins sem sæti eiga í formaður, þingflokksformaður og þrír meðstjórnendur.

Fanney spurði Ólaf hvort hann skildi þær raddir sem telja að breytingunum sé beint gegn Vigdísi Hauksdóttur, borgarfulltrúa flokksins, en hún hafði lýst yfir framboði til varaformanns fyrir löngu.

Ólafur sagði svo ekki vera enda hefðu þessar breytingar verið lengi í smíðum. „Markmiðið er að tengjast flokksmönnum betur. Við erum ekki uppnæm fyrir silkihúfum. Við setjum einbeitingu á málefnastarf, almannatengsl og fjármál, ég lít bara þannig á að verið sé að straumlínulaga yfirstjórnina og tengja hana betur við almenna flokksmenn.“

Í hinum frægu hljóðritunum af samræðum þingmanna á Klaustur Bar haustið 2018 voru raddir sem sögðu að Ólafur yrði kjörinn þingflokksformaður Miðflokksins ef hann gengi í flokkinn úr Flokki fólksins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, þvertók fyrir að hafa heitið Ólafi því embætti. Gunnar Bragi Sveinsson gegnir í dag embætti varaformanns og þingflokksformanns hjá Miðflokknum, en varaformannsembætti verður nú lagt niður.

Á aukalandsþinginu var 85% stuðningur við lagabreytingarnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorgerður og Jón gera grín að dramanu í Samfylkingunni

Þorgerður og Jón gera grín að dramanu í Samfylkingunni
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll svarar Áslaugu Örnu – „Sjálfstæðisflokkurinn er að fara á taugum í vörn sinni fyrir hagsmuni ríkasta fólksins á Íslandi”

Jóhann Páll svarar Áslaugu Örnu – „Sjálfstæðisflokkurinn er að fara á taugum í vörn sinni fyrir hagsmuni ríkasta fólksins á Íslandi”
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðlaugur Þór og Bergþór karpa um það hvort Sjálfstæðisflokkur eða Miðflokkur hafi fyrstur komið með herta stefnu í útlendingamálum

Guðlaugur Þór og Bergþór karpa um það hvort Sjálfstæðisflokkur eða Miðflokkur hafi fyrstur komið með herta stefnu í útlendingamálum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Á hvaða plani er PLAN Samfylkingarinnar? Er ætlunin að leysa Vinstri græna af hólmi?

Orðið á götunni: Á hvaða plani er PLAN Samfylkingarinnar? Er ætlunin að leysa Vinstri græna af hólmi?