fbpx
Sunnudagur 12.janúar 2025
Eyjan

Miðflokkurinn búinn að leggja niður varaformannsembættið – „Það getur bara hver lesið það í það sem hann vill“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 21. nóvember 2020 18:53

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umfangsmiklar breytingar á lögum Miðflokksins voru samþykktar á aukalandsþingi flokksins í gegnum Zoom-fjarfundabúnað í dag. Að sögn Einar Birgis Kristjánssonar, formanns laganefndar flokksins, voru breytingarnar samþykktar með 85% atkvæða.

Breytingarnar fela meðal annars í sér að varaformannsembætti flokksins er lagt niður en æðsta stjórn flokksins er skipuð fimm manns, formanni, þingflokksformanni og þremur meðstjórnendum. Þingflokksformaður tekur yfir skyldur varaformanns. Þingflokksformaður er kosinn af þingflokki en ekki flokksfélögum.

Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, hafði lýst yfir framboði til varaformanns miðað við áðurgildandi lög. Landsfunur átti að fara fram í mars á þessu ári en er nú fyrirhugaður í apríl á næsta ári.

„Ég deili ekki við dómarann,“ sagði Vigdís er DV leitaði eftir viðbrögðum hjá henni við niðurstöðunni. „Ég var á annarri skoðun og vil hafa varaformann í Miðflokknum eins og öðrum flokkum til að sé jafn valdastrúktúr innan flokkanna. Ég hef hvergi farið dult með þessa skoðun enda gaf ég kost á mér í varaformannsembættið samkvæmt þágildandi lögum. Ég tel að þetta sé valdaframsal til þingflokksins.“

Aðspurð um þær raddir sem halda því fram að breytingin sé til þess að halda henni persónulega frá völdum segir Vigdís: „Ég veit ekki hvort þetta sé gert til þess, ég vil frekar halda að þetta sé gert til að styrkja stöðu annars aðila í flokknum frekar en halda mér frá völdum því þegar þú starfar í stjórnmálaflokki þá þarftu að hafa breitt bak og þora að fara í kosningar. Starf stjórnmálamannsins er að fara í gegnum kosningar, hvort sem það er innan flokks, sveitarstjórnarkosningar eða alþingiskosningar.“

Aðspurð hvort þar eigi hún við Gunnar Braga Sveinsson og hans völd, segir hún: „Það getur bara hver lesið það í það sem hann vill. Þessi aðili gegnir tveimur embættum og það hefur verið gagnrýnt. Þetta er ákveðin leið til að fletja út strúktúr flokksins, að það er kosin fimm manna stjórn.“ Gunnar Bragi hefur fram til dagsins í dag gegnt bæði embætti varaformanns og þingflokksformanns. Varaformannsembættið heyrir nú sögunni til.

Vigdís hefur ákveðið að sækjast ekki eftir setu í fimm manna stjórninni. „Þá get ég bara verið áhyggjulaus af stjórnun flokksins og sinnt mínum störfum sem ég er kosin til af almenningi, að taka á málum í Reykjavíkurborg.“

Hún útilokar ekki framboð til Alþingis. „Það veit enginn hvar ævin endar en ég er mikil baráttumanneskja í pólitík. Ég er í borgarmálunum núna en hef þá tilfinningu að það verði kosið til alþingis í vor en ekki haust. Við verðum bara að láta tímann leiða þetta í ljós.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Nú mæra þeir Bjarna sem settu honum stólinn fyrir dyrnar – nýrri valdablokk vex fiskur um hrygg

Orðið á götunni: Nú mæra þeir Bjarna sem settu honum stólinn fyrir dyrnar – nýrri valdablokk vex fiskur um hrygg
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Blendin viðbrögð við brotthvarfi Bjarna – „Sagan jarðar róginn“ – „Bless bless“

Blendin viðbrögð við brotthvarfi Bjarna – „Sagan jarðar róginn“ – „Bless bless“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótauppgjör

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótauppgjör