fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Eyjan

Maðurinn sem hefur alltaf rétt fyrir sér – „Trump tapar kosningunum“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 2. nóvember 2020 07:00

Biden er kominn í kosningaham gegn Trump

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kosningabarátta og skoðanakannanir er eitthvað sem sagnfræðiprófessorinn Allan Lichtman, 73 ára, er ekki hrifinn af en samt sem áður hefur hann árum saman spáð rétt fyrir um úrslit bandarísku forsetakosninganna.

„Gleymið ræðunum og sjónvarpskappræðunum. Gleymið skoðanakönnununum og því sem sérfræðingar segja. Gleymið auglýsingunum, fjársöfnununum og óheiðarlegu brögðunum. Þetta skiptir engu!“

þetta segir Lichtman sem er prófessor við American University í Washington. Allt frá 1984 hefur hann spáð rétt fyrir um úrslit forsetakosninganna í Bandaríkjunum. Þó kannski með einni undantekningu eða kannski ekki, að minnsta kosti er hann sannfærður um að hann hafði rétt fyrir sér þá.

Fyrir síðustu kosningar, 2016, var Lichtman einn fárra sem spáði Donald Trump sigri yfir Hillary Clinton. Að þessu sinni er hann fullviss um að Trump muni tapa fyrir Joe Biden.

„Í fyrsta sinn síðan George Bush eldri tapaði í kosningunum 1992 mun sitjandi forseti tapa þegar hann sækist eftir endurkjöri. Aldrei fyrr hefur flokkurinn, sem fer með völdin í Hvíta húsinu, upplifað að lán hans hafi snúist svo hratt og dramatískt við eins og nú,“

segir Lichtman.

13 lyklar

„Lyklarnir að Hvíta húsinu“ heitir kerfið sem hann notar til að spá fyrir um hver verði næsti forseti Bandaríkjanna. Hann gaf út bók með sama nafni 1996. En kenninguna, sem bókin og spákerfið byggir á, þróaði hann snemma á níunda áratugnum í samvinnu við rússneska jarðskjálftafræðinginn Vladimir Keilis-Borork. Kerfið var sem sagt eiginlega þróað til að spá fyrir um jarðskjálfta.

„Lykillinn er að horfa á stóru myndina. Við lítum á mikilvægustu drifkraftana og horfum fram hjá öllum hávaðanum og smáhlutunum,“

segir Lichtman um kerfið sem byggir á 13 lyklum eða spurningum sem er svarað til að fá niðurstöðu.

Meðal spurninganna er hvort forsetinn sé viðriðinn einhverskonar hneyksli? Er samfélagslegur órói í landinu? Er einhver frambjóðendanna með sérstaklega mikla persónutöfra eða talinn þjóðhetja? Hvernig er staðan í efnahagsmálum, bæði til skamms tíma og langs?

Lichtman segir að hverjar einustu forsetakosningar snúist í raun um þjóðaratkvæðagreiðslu um sitjandi forseta. Þannig hafi það verið frá 1860.

Eins og fyrr sagði spáði hann rétt fyrir um úrslitin 2016 og þegar úrslitin lágu fyrir fékk Lichtman persónulega orðsendingu frá nýkjörnum forseta þar sem sagði: „Vel gert, prófessor!“

New York Times ræddi nýlega við Lichtman um þetta og spá hans fyrir kosningarnar 2000 en þá spáði hann Al Gore sigri en niðurstaðan varð að George W. Bush sigraði. Gore fékk fleiri atkvæði frá kjósendum en tapaði í Flórída með 537 atkvæða mun eftir að dómstólar höfðu fjallað um málið. Lichtman telur að þar sem Gore hafi hlotið fleiri atkvæði hafi hann í raun og veru haft rétt fyrir sér. Þá hafa einnig verið uppi efasemdir um niðurstöðu hæstaréttar um niðurstöður kosninganna í Flórída og margir telja að Gore hafi sigrað í ríkinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”