fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Eyjan

„Smátt og smátt hverfur öll kímnigáfa og depurð og kvíði yfirtekur allt“

Jón Þór Stefánsson
Fimmtudaginn 19. nóvember 2020 16:10

Brynjar Níelsson. Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segist bíða eftir því að ungt fólk rísi upp gegn pólitískum rétttrúnaði, sem að hans mati tröllríður samfélaginu. Þetta kemur fram í færslu sem birtist á Facebook-síðu Brynjars í dag.

„Ég er alltaf að bíða eftir því að ungt fólk rísi almennilega upp gegn allri þessari pólitísku rétthugsun sem tröllríður samfélaginu og berjist fyrir raunverulegu frelsi í stað að sætta sig við að ríkisvaldið leiði okkur í gegnum lífið skref fyrir skref.“

Brynjar heldur því fram að pólitískur rétttrúnaður sé hættulegur hverju samfélagi. Hann segir að rétthugsun dragi þrótt úr einstaklingum og minnki samkeppnishæfni samfélags. Brynjar telur að pólitískur rétttrúnaður drepi kímnigáfu á meðan að kvíði og depurð taki yfir.

„Pólitísk rétthugsun er hættuleg hverju samfélagi eins og sagan hefur kennt okkur. Rétthugsunin dregur jafnt og þétt allan þrótt úr einstaklingnum og dregur úr samkeppnishæfni samfélagsins. Óhjákvæmilega fylgir ofstæki sem er skaðlegt fyrir lýðræðið og réttarríkið. Smátt og smátt hverfur öll kímnigáfa og depurð og kvíði yfirtekur allt eins og merkja má á þessari færslu.“

https://www.facebook.com/brynjar.nielsson/posts/1798783670286138

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þorgerður og Jón gera grín að dramanu í Samfylkingunni

Þorgerður og Jón gera grín að dramanu í Samfylkingunni
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll svarar Áslaugu Örnu – „Sjálfstæðisflokkurinn er að fara á taugum í vörn sinni fyrir hagsmuni ríkasta fólksins á Íslandi”

Jóhann Páll svarar Áslaugu Örnu – „Sjálfstæðisflokkurinn er að fara á taugum í vörn sinni fyrir hagsmuni ríkasta fólksins á Íslandi”
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“

Hafa litla trú á nýju kosningalíkani – „Hverju erum við bættari með öllum þessum skoðanakönnunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðlaugur Þór og Bergþór karpa um það hvort Sjálfstæðisflokkur eða Miðflokkur hafi fyrstur komið með herta stefnu í útlendingamálum

Guðlaugur Þór og Bergþór karpa um það hvort Sjálfstæðisflokkur eða Miðflokkur hafi fyrstur komið með herta stefnu í útlendingamálum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Á hvaða plani er PLAN Samfylkingarinnar? Er ætlunin að leysa Vinstri græna af hólmi?

Orðið á götunni: Á hvaða plani er PLAN Samfylkingarinnar? Er ætlunin að leysa Vinstri græna af hólmi?