Hagstofa Íslands hefur uppfært talnaefni yfir laun fullvinnandi launamanna árið 2019. Kennir þar ýmissa grasa og er sumt til þess fallið að koma á óvart en annað alls ekki.
Þannig eru hæst launaðasta starfsstétt landsins árið 2019 forstjórar og aðalframkvæmdastjórar fyrirtækja og stofnana með rétt tæplega 2 milljónir á mánuði. Lægst launaða starfsstéttin eru störf við barnagæslu, en meðallaunin þar eru 398 þúsund krónur. Fimm starfsmenn í barnagæslu eru því samanlagt með jafn há laun og einn í flokki forstjóra og aðalframkvæmdastjóra.
Í samantekt Kjarnans á launum forstjórum fyrirtækja skráð í kauphöllina kemur fram að meðallaun þeirra voru árið 2019 4,8 milljónir króna og hækkuð um 100 þúsund á milli ára. Hæstu launin samkvæmt Kjarnanum hafði Árni Oddur Þórðarson forstjóri Marel, eða um 12,3 milljónir króna. Heildarverðmæti félagsins í kauphöllinni í lok árs 2019 var 473,4 milljarðar króna og er langverðmætasta íslenska fyrirtækið. Þá sagði Kjarninn einnig frá því í haust að aðeins 8 konur séu á meðal 100 launahæstu forstjóra landsins.
Þá vekur athygli að í flokki yfirmanna framleiðslu- og rekstrardeilda, eru allir flokkar með yfir eina milljón í mánaðarlaun, að meðaltali, nema tveir. Það eru yfirmenn í heildsölu og smásölu, og yfirmenn í hótel- og veitingahúsarekstri. Yfirmenn í hótel- og veitingahúsarekstri þáðu um 721 þúsund í mánaðarlaun í fyrra, en meðallaun flokks yfirmanna er rúm 1,1 milljón. Hæstlaunuðu yfirmenn landsins eru yfirmenn framleiðslu- og rekstrardeilda í þjónustufyrirtækjum með um 1.670 þúsund.
Talsvert meira ber á milli hæst launuðu og lægst launuðu sérfræðinga landsins. Sérfræðilæknar eru með um 1,5 milljónir á mánuði að meðaltali, en lægst launuðu sérfræðingarnir, kennarar á leikskólastigi, eru með um 570 þúsund á mánuði að meðaltali.
Þá vekur athygli að sérfræðingar í sjúkraþjálfun eru aðeins með um 600 þúsund á mánuði. Það er vel undir meðallaunum sérfræðinga á Íslandi, sem eru 830 þúsund krónur.
Í flokki tækna og sérmenntaðs starfsfólks var einnig talsverður munur á hæstu og lægstu flokkum starfa. Þannig voru meðallaun fyrir störf tengdum ráðgjöf eða sölu verðbréfa lang hæst í flokknum eða rúmlega 1,6 milljón á mánuði. Einnig eru sérfræðistörf tengd skipa- og flugsamgöngum einkar há, eða 1,539,000 á mánuði að meðaltali.
Meðallaun fyrir umönnunarstörf fatlaða eru lægst í flokknum, eða um 439 þúsund krónur. Það er jafnframt lægst launaði flokkur starfsmanna á landinu.
Meðallaun skrifstofumanna eru um 584 þúsund krónur og dreifing nokkuð jöfn innan þess flokks. Hæstu launin hafa skrifstofufólk í bankastarfsemi, tölfræði eða tryggingum með um 662 þúsund að meðaltali en lægstu launin fá starfsmenn bókasafna, skjalasafna og þeir við póstflokkun o.s.frv., með um 420 þúsund á mánuði.
Á meðal þjónustu, umönnunar og sölustarfa er munurinn á hæstu og lægstu launum heldur lítill. Meðallaun innan flokksins er um 581 þúsund krónur, en áberandi lægstu launin eru störf í barnagæslu með um 398 þúsund á mánuði. Það er jafnframt lægst launaða starfsstétt landsins.
Hæstu launin í flokknum eru störf í löggæslu og fangavörslu. Lögreglumenn eru með um 826 þúsund á mánuði í heildarlaun að meðaltali og fangaverðir með 744 þúsund.
Af öðrum störfum má nefna að fiskvinnslufólk er með um 541 þúsund að meðaltali.
Píparar eru með tæpar 900 þúsund á mánuði og rafvirkjar og húsasmiðir með rúmar 800 þúsund.
Þá skal nefna að upplýsingar um nokkrar starfsstéttir lágu ekki fyrir. Til dæmis: Störf við handþvott og pressun, störf við glugga- og bílaþvott, störf mælaálesara og starfsfólks við sjálfsala. Enn fremur liggja ekki fyrir upplýsingar um laun stimplagerðarmanna, hvorki iðnlærðra né óiðnlærðra, og bókbindara,