fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Eyjan

„Ómerkilegur popúlismi“ segir Morgunblaðið um fyrirspurn Þorgerðar

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 14. nóvember 2020 11:00

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Formaður Viðreisn­ar leit­ar sí­fellt nýrra leiða til að draga flokk­inn niður í ómerki­leg­an po­púl­isma og virðist telja að nú þegar inn­an við ár er í kosn­ing­ar þurfi smá­flokk­ur­inn með slæma málstaðinn að herða þenn­an róður.“

Svona hefst ritstjórnargrein sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Þessi „nýja leið“ sem ritstjórn Morgunblaðsins talar um er fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, til Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins. Fyrirspurnin fjallaði um fóstureyðingar í Póllandi en Morgunblaðið segir fyrirspurnina hafa verið „ómerkilega.“

„Þor­gerður stillti spurn­ing­unni þannig upp að hún hefði áhyggj­ur af kon­um í Póllandi vegna laga­setn­ing­ar þar í landi um fóst­ur­eyðing­ar, en til­gang­ur fyr­ir­spurn­ar­inn­ar var svo gagn­sæ, aug­ljós og mis­heppnuð árás á Sjálf­stæðis­flokk­inn að annað eins hef­ur ekki sést í þing­inu lengi. Er þó ýms­um brögðum beitt þar af hálfu þing­manna po­púl­ista­flokk­anna, Viðreisn­ar og syst­ur­flokk­anna.“

Ritstjórn Morgunblaðsins er ekki hrifin af því sem Þorgerður talaði um. „Það er öm­ur­legt að Viðreisn skuli nota deil­ur um viðkvæmt mál­efni í Póllandi til að reyna að slá póli­tísk­ar keil­ur hér á landi,“ segir í greininni. „Hvers vegna bein­ir Viðreisn ekki frek­ar sjón­um að því mál­efni sem flokk­ur­inn var stofnaður um? Get­ur verið að formaður flokks­ins telji að ef hún minn­ir of ræki­lega á að flokk­ur­inn er stofnaður og starfar til þess að reyna að þvinga Ísland inn í Evr­ópu­sam­bandið þá fækki mögu­leg­um kjós­end­um mjög? Get­ur verið að Viðreisn hafi ákveðið að reyna að sigla inn á þing und­ir fölsku flaggi á næsta kjör­tíma­bili?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra