fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Eyjan

Tölvunarfræðingum sagt upp hjá borginni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 13. nóvember 2020 18:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórum tölvunarfræðingum og/eða kerfisfræðingum var nýlega sagt upp hjá Þjónustu- og nýsköpunarsviði Reykjavíkurborgar. Sumir starfsmannanna hafa um 20 ára starfsreynslu.

DV sendi fyrirspurn til sviðsins vegna málsins og fékk eftirfarandi svar frá Óskari J. Sandholt, sviðsstjóra Þjónustu- og nýsköpunarsviðs: „Starfsmönnunum var sagt upp með uppsagnarfresti frá og með 1. október sl. Uppsagnirnar eru vegna skipulagsbreytinga og útvistunar verkefna hjá Þjónustu- og nýsköpunarsviði.“

Þessu tengt hafa borgarfulltrúar Miðflokks og Flokks fólksins kallað eftir því að birt verði opinberlega skýrsla sem Capacent gerði um rekstur Upplýsingatækniþjónustu borgarinnar. Borgarfulltrúar fengu kynningu á innihaldi skýrslunnar en það verður ekki gert opinbert. Kolbrún Baldursdóttir, borgarfullrúi Flokks fólksins, gerði eftirfarandi bókun vegna málsins í borgarstjórn í gær:

„Á fundi mannréttinda- nýsköpunar- og lýðræðisráðs 13. febrúar fór fram trúnaðarmerkt kynning á niðurstöðum greiningar Capacent á rekstri Upplýsingatækniþjónustu Reykjavíkurborgar. Bókanir undir liðnum voru færðar í trúnaðarbók.

Gögnin sem hér um ræðir eiga að sjálfsögðu ekki að vera trúnaðarmerkt. Hér er verið að fela slæmt ástand á sviði upplýsingatækniþjónustu, gögn sem eru óþægilegar fyrir stjórnendur. Fulltrúi Flokks fólksins hlustaði á þessa kynningu og eru hvorki í þeim persónugreinanlegar upplýsingar eða annað viðkvæmt. Um er að ræða lýsingu á slæmu ástandi á Upplýsingasviði borgarinnar.

Að leyna  þessari greiningu Capacent vekur upp enn meiri tortryggni nú þegar búið er að reka nokkra tölvunarfræðinga og útvista verkefnum s.s. aðstoð við tölvuvinnu og viðhald tölvumála í borginni sem engin ástæða er að útvista Þess er óskað að umrædd greining Capacent komi upp á borð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Samfélag til að græða á

Sigmundur Ernir skrifar: Samfélag til að græða á