fbpx
Mánudagur 13.janúar 2025
Eyjan

Segir afstöðu landlæknis valda vonbrigðum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 12. nóvember 2020 07:50

Grímur Atlason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heilbrigðisráðherra hefur í hyggju að setja löggjöf um þvingandi meðferð sjúklinga. Henni má aðeins beita í algerum undantekningartilvikum, meðalhófs verði gætt þegar ákvarðanir um beitingu þvingana verða teknar og eftirlit verður haft við beitingu slíkrar meðferðar. Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir það vonbrigði að Embætti landlæknis styðji beitingu þvingana.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Grími að margir séu árum saman að jafna sig eftir að hafa verið beittir slíkum úrræðum.

Embætti landlæknis tekur undir tillögur heilbrigðisráðherra og segir að með löggjöfinni sé lögmæti beitingu þvingunaraðgerða tryggt.

„Aðbúnaður og staða mála býður ekki upp á mikið, það eru til dæmis engar lyfjalausar deildir í boði og hugmyndafræðin einsleit. Við höfnum því að þannig eigi það að vera til frambúðar. Það þarf ekki annað en að taka ákvörðun um að stefna í rétta átt,“ er haft eftir Grími sem segist skilja afstöðu stjórnvalda miðað við stöðu geðheilbrigðismála í dag. „Það er upp til hópa frábært starfsfólk sem starfar á geðdeildum landsins, en þetta er hlutur sem þarf að skilja eftir í fortíðinni,“ er einnig haft eftir honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Nú mæra þeir Bjarna sem settu honum stólinn fyrir dyrnar – nýrri valdablokk vex fiskur um hrygg

Orðið á götunni: Nú mæra þeir Bjarna sem settu honum stólinn fyrir dyrnar – nýrri valdablokk vex fiskur um hrygg
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Blendin viðbrögð við brotthvarfi Bjarna – „Sagan jarðar róginn“ – „Bless bless“

Blendin viðbrögð við brotthvarfi Bjarna – „Sagan jarðar róginn“ – „Bless bless“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótauppgjör

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótauppgjör