fbpx
Sunnudagur 12.janúar 2025
Eyjan

Baráttan um framtíð Repúblikanaflokksins er hafin

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 9. nóvember 2020 06:50

Baráttan um framtíð flokksins er hafin enda dagar Trump í Hvíta húsinu brátt taldir. Mynd: Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú, þegar liggur ljóst fyrir að Donald Trump, lætur af embætti forseta Bandaríkjanna í janúar er baráttan um framtíð Repúblikanaflokksins hafin. Óhætt er að segja að Trump hafi haft flokkinn algjörlega á valdi sínu síðustu fjögur ár og hefur hann ráðið stefnu hans. En nú eru komnir brestir í tök hans á flokknum og sumir flokksmenn farnir að tala gegn honum, eitthvað sem fáir þorðu áður.

Fram að forsetakosningunum gat Trump treyst á algjöra flokkshollustu. Samflokksmenn hans vernduðu hann gegn ákæru fulltrúadeildar þingsins sem vildi svipta hann forsetaembættinu. Þeir mótmæltu ekki aðgerðum Trump á landamærunum við Mexíkó þar sem börn flóttamanna voru aðskilin frá foreldrum sínum sem voru lokaðir inn í búrum. Þeir horfðu einnig í hina áttina þegar táragasi var beitt á friðsama mótmælendur við Hvíta húsið til að Trump gæti látið taka mynd af sér við kirkju eina.

Þetta kemur fram í umfjöllun The Guardian sem segir að nú keppist margir Repúblikanar, sem áður stóðu þétt við bakið á Trump, við að taka afstöðu frá honum og órökstuddum ásökunum hans um að kosningunum hafi verið stolið frá honum.

„Hneyksli, óþarfi og skelfileg mistök,“ sagði Larry Hogan, ríkisstjóri í Maryland, um þessar ásakanir Trump. „Mjög óhugnanlegt,“ sagði Pat Toomey, öldungadeildarþingmaður frá Pennsylvania og „ófyrirleitið,“ var orðið sem Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður, notaði.

Ummæli þessara þriggja manna og fleiri þingmanna, ríkisstjóra og annarra kjörinna fulltrúa endurspegla þá baráttu sem er hafin um framtíðarstefnu Repúblikanaflokksins nú þegar helsti forystumaður hans er að hverfa úr embætti.

„Trumpismi mun áfram ráða för því hann er svo ótrúlega vinsæll hjá kjarna stuðningsmanna flokksins. En það hefur alltaf hentað mörgum Repúblikönum vel. Hluti af Repúblikanaflokknum styður hann aðallega vegna þess að hann er Trump og að hann veður yfir þá frjálslyndu og segir rasíska hluti,“ sagði Jason Stanley, prófessor í heimspeki við Yale háskólann og höfundur metsölubókarinnar: „How Fascism Works: The Politics of Us and Them.“

Hann sagðist jafnframt reikna með að Repúblikanaflokkurinn muni hafa sem forgangsatriði allt það sem getur hjálpað honum að hafa stjórn á dómstólunum, halda aftur af kosningaþátttöku og tryggja, eins vel og flokkurinn getur sem minnihlutaflokkur, tök sín á hinum ýmsu stjórnsýslustigum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Nú mæra þeir Bjarna sem settu honum stólinn fyrir dyrnar – nýrri valdablokk vex fiskur um hrygg

Orðið á götunni: Nú mæra þeir Bjarna sem settu honum stólinn fyrir dyrnar – nýrri valdablokk vex fiskur um hrygg
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Blendin viðbrögð við brotthvarfi Bjarna – „Sagan jarðar róginn“ – „Bless bless“

Blendin viðbrögð við brotthvarfi Bjarna – „Sagan jarðar róginn“ – „Bless bless“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótauppgjör

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótauppgjör