fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Eyjan

Vaxandi spenna milli Kína og Taívan

Kristján Kristjánsson
Laugardaginn 7. nóvember 2020 16:00

Taívanskar F-16 vélar. Mynd: EPA-EFE/RITCHIE B. TONGO

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tæknilega séð þá er stendur borgarastyrjöld enn við Taívansund og hefur gert af mismiklum krafti allt frá 1949. Að undanförnu hefur spennan á svæðinu farið vaxandi en sitt hvorum megin við sundið standa Kínverjar og Taívanar við öllu búnir. Taívanar njóta stuðnings Bandaríkjanna í deilum sínum við Kínverja.

Spennan hefur oft verið mikil á milli ríkjanna en inn á milli hefur slaknað á henni og ferðamenn hafa fengið að ferðast á milli ríkjanna, þau hafa átt í viðskiptum hvort við annað og rætt saman. En nú glymja stríðslúðrar hærra en lengi.

Orðræðan hefur harðnað og sífellt er látið reyna á gömul landamæri, sem ekki höfðu verið viðurkennd en voru virt, og ekki er að sjá að hægt sé að leysa málin á diplómatískan hátt.

Eftir síðari heimsstyrjöldina afhentu Japanir Kínverjum Taívan en Japanir höfðu hertekið eyjuna í stríðinu. Eftir heimsstyrjöldina braust borgarastyrjöld út í Kína og að lokum hörfuðu þjóðernissinnar til Taívan og stofnuðu lýðveldi þar en kommúnistar tóku völdin á meginlandinu.

Taívan varð náinn bandamaður Bandaríkjanna og á alþjóðavettvangi var landið fulltrúi Kína í rúmlega 20 ár. En í upphafi áttunda áratugarins breyttist það þegar Bandaríkin ákváðu að taka upp samvinnu við Kína. 1971 var Taívan vísað úr SÞ og Alþýðulýðveldið Kína fékk sætið. Það sama gerðist í mörgum öðrum alþjóðastofnunum, til dæmis hjá Ólympíuhreyfingunni.

Það er engin launung að Kínverjar vilja gjarnan ná yfirráðum á Taívan en hafa fram að þessu ekki haft hernaðarlega getu til þess en nú eru breyttir tímar. Bandaríkin selja mikið af vopnum til Taívan og hafa samþykkt umfangsmikil vopnaviðskipti að undanförnu sem Kínverjar eru allt annað en sáttir við. Kínverjar standa fast á því að Taívan sé óaðskiljanlegur hluti af Kína en íbúar á Taívan hafa engan áhuga á að verða hluti af Kína og væntanlega hefur sú þróun sem hefur átt sér stað í Hong Kong ekki verið til þess að fjölga þeim sem styðja hugmyndir um að landið verði hluti af Kína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðlaugur Þór vill endurskilgreina hlutverk RÚV – „Það er svo lítið aðhald og þeir fara sínu fram“

Guðlaugur Þór vill endurskilgreina hlutverk RÚV – „Það er svo lítið aðhald og þeir fara sínu fram“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Brynjar segir meiningar um hægri sveiflu byggða á misskilningi – „Ætli sé til merkingarlausari froða í íslenskum stjórnmálum?“

Brynjar segir meiningar um hægri sveiflu byggða á misskilningi – „Ætli sé til merkingarlausari froða í íslenskum stjórnmálum?“