fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Eyjan

Lárus biðst lausnar sem formaður Menntasjóðs námsmanna í kjölfar brottvikningar úr starfi sem skiptastjóri

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 3. nóvember 2020 11:36

Menntasjóður námsmanna er til húsa í Borgartúni 21. Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og skýrt var frá í morgun hefur Héraðsdómur Reykjavíkur vikið Lárusi Sigurði Lárussyni, lögmanni, úr starfi sem skiptastjóri þrotabús fasteignafélagsins Þóroddsstaða ehf. Lárus hefur nú ákveðið að biðjast lausnar sem formaður Menntasjóðs námsmanna en Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, skipaði hann í stjórnina í sumar.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Lárusi en hún fer hér á eftir í heild sinni:

Lárus Sigurður Lárusson lögmaður hefur beðist lausnar sem formaður Menntasjóðs námsmanna, vegna dóms sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í liðinni viku og varðaði störf hans fyrir þrotabú fasteignafélagsins Þóroddsstaða ehf. Lárus Sigurður er ósammála niðurstöðu dómsins og kannar nú forsendur áfrýjunar. Hann telur mjög brýnt að deilumál vegna þrotabúsins hafi ekki áhrif á önnur störf sín, þ.m.t. vinnu hans fyrir Menntasjóð námsmanna.

,,Menntasjóður námsmanna er afar mikilvæg stofnun sem gegnir grundvallarhlutverki í samfélaginu. Því er brýnt að friður ríki um stjórn og starfsemi Menntasjóðsins og það góða starf sem þar er unnið fái að halda áfram án óþarfa gagnrýni. Ég hef af þessum sökum beðist lausnar sem formaður Menntasjóðs, og einnig undan öðrum trúnaðarstörfum mínum. Ég hef þegar tilkynnt Menntamálaráðherra þessa ákvörðun.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Í gær

Björn Jón skrifar: Bara ef það hentar mér

Björn Jón skrifar: Bara ef það hentar mér
Eyjan
Í gær

Ásmundur Einar: Stjórnin sprakk ekki vegna innflytjendamála heldur vegna innri ágreinings í VG og Sjálfstæðisflokki

Ásmundur Einar: Stjórnin sprakk ekki vegna innflytjendamála heldur vegna innri ágreinings í VG og Sjálfstæðisflokki
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sagnfræðiprófessor: Ef Trump sigrar gæti aðild að ESB orðið kosningamál á Íslandi

Sagnfræðiprófessor: Ef Trump sigrar gæti aðild að ESB orðið kosningamál á Íslandi