fbpx
Mánudagur 13.janúar 2025
Eyjan

Björn hjólar í Sólveigu og segir starfsöryggi á skrifstofu Eflingar ekkert

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 2. nóvember 2020 14:30

Samsett mynd DV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, segir starfsöryggi jafnt innlendra sem erlendra starfsmanna á skrifstofu stéttarfélagsins vera ekkert og fólkið sé á valdi geðþótta Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formannsins.

Sólveig Anna hefur tjáð sig mikið undanfarið um réttleysi erlendra starfsmanna sem verði til dæmis fyrir launaþjófnaði. Björn segir hins vegar frá starfsmönnum á skrifstofu Eflingar sem hafi verið reknir fyrirvaralaust, í nýjum pistli á vefsíðu sinni:

„Þetta leiðir hugann að frétt í Fréttablaðinu fyrir rúmu ári, 2. október 2019, þegar sagt var frá því hvernig Sólveig Anna og sósíalistarnir félagar hennar við stjórnvölinn í Eflingu fóru með Maxim Baru sem kom frá Kanada til að stjórna verkfallsaðgerðum Eflingar fyrri hluta árs 2019. Hann var rekinn umyrðalaust úr starfi sviðsstjóra félagssviðs Eflingar skömmu fyrir undirritun kjarasamninganna sem gerðir voru eftir verkfallsaðgerðirnar. Maxim Baru sagðí í Fréttablaðinu:

„Ég var rekinn án útskýringa og án þess að fá áminningu. Það var talað um trúnaðarbrest, sem ég veit ekki hver á að vera. Síðan fékk ég að vita að ástæðan var að Sólveigu Önnu [Jónsdóttur, formanni Eflingar] fannst stafa einhver ógn af mér í valdabaráttunni. Vænisýkin var orðin algjör.“

Félagssvið Eflingar var að sögn blaðsins stofnað haustið 2018 og Kanadamaðurinn Maxim Baru, ráðinn sviðsstjóri. Hann var að eigin sögn ráðinn til að skipuleggja verkfallsaðgerðir félagsins. Var hann í framlínunni í verkfallsaðgerðum Eflingar þar til hann var rekinn. Í Fréttablaðinu sagði hann:

„Ég var á góðum launum, vann náið með forystunni til að byrja með og skrifaði meira að segja hvað Sólveig Anna átti að segja um verkföllin. Síðan hvarf hún alveg inn í kjaraviðræðurnar. Á meðan var ég með hóp starfsmanna að vinna hörðum höndum að skipulagi. Við vorum hópurinn sem fór á vinnustaði og töluðum pólsku og sýndum félagsmönnum hvernig þeir gátu kosið.“

Christina Milcher, á félagssviði Eflingar, og Eliasz Robakjewicz, í verkfallsteyminu, sögðu að Maxim hefði verið kallaður á fund nokkrum dögum fyrir undirritun kjarasamninganna en ekki fengið að hafa neinn með sér. „Hann var rekinn, okkur var bara tilkynnt um þetta án málalenginga,“ sagði Christina.“

Björn segir að mannréttindi megi sín lítils á skrifstofu Eflingar: „Starfsöryggi íslenskra eða erlendra starfsmanna á skrifstofu Eflingar í valdatíð Sólveigar Önnu Jónsdóttur og félaga er ekkert. Geðþótti formannsins ræður þar en ekki mannréttindi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Nú mæra þeir Bjarna sem settu honum stólinn fyrir dyrnar – nýrri valdablokk vex fiskur um hrygg

Orðið á götunni: Nú mæra þeir Bjarna sem settu honum stólinn fyrir dyrnar – nýrri valdablokk vex fiskur um hrygg
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Blendin viðbrögð við brotthvarfi Bjarna – „Sagan jarðar róginn“ – „Bless bless“

Blendin viðbrögð við brotthvarfi Bjarna – „Sagan jarðar róginn“ – „Bless bless“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótauppgjör

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótauppgjör