fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Eyjan

Ósætti innan þingmeirihlutans vegna sóttvarnaaðgerða

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 8. október 2020 06:59

Sumir þingmenn Sjálfstæðisflokksins eru sagðir ósáttir við nýjustu ráðstafanirnar sem Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, samþykkti.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óeining er sögð innan þingmeirihlutans vegna sóttvarnaaðgerða heilbrigðisráðherra, ekki síst eftir síðustu auglýsinga ráðherrans um og eftir síðust helgi. Þau Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamálaráðherra, eru sögð vera í hópi efasemdarmanna.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Segir blaðið að innan Framsóknarflokksins og Vinstri grænna ríki hins vegar algjör samstaða um aðgerðir heilbrigðisráðherra.

Blaðið segist einnig hafa heimildir fyrir að dregið hafi úr óeiningunni um aðgerðirnar á síðustu dögum vegna þess á hve miklu skriði faraldurinn er. Það er hins vegar sagt hafa vakið undrun ráðherra og þingmanna Sjálfstæðisflokksins að heilbrigðisráðherra hafi ekki rætt nýjar tillögu sóttvarnalæknis, um hertar aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu, í ríkisstjórn eins og venja hefur verið.

Fleiri, en þeir þingmenn sem hafa tjáð sig opinberlega, eru sagðir hafa efasemdir um aðgerðirnar og eru margir sagði hafa áhyggjur af að of langt sé gengið í að láta sérfræðinga ráða ferðinni því verið sé að takmarka athafnafrelsi fólks mjög með þessum aðgerðum. Því sé eðlilegast að lýðræðislega kjörnir fulltrúar komi meira að ákvarðantökunni.

Áhyggjur eru sagðar vera uppi af því að ekki sé tekið nægilega mikið tillit til afleiðinga sóttvarnaaðgerðanna en þær hafa miklar afleiðingar efnhagslega sem og félagslega.

„Ráðstafanir vegna sóttvarnaaðgerða eru auðvitað stöðugt til umræðu á okkar vettvangi í þingflokknum og ný sjónarmið rædd um þau skref sem eru tekin. Að öðru leyti vil ég ekki tjá mig um umræður sem eiga sér stað á vettvangi þingf lokksins,“

hefur Fréttablaðið eftir Birgi Ármannsyni, þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“