fbpx
Miðvikudagur 23.apríl 2025
Eyjan

Afgerandi forskot Biden í nýrri skoðanakönnun

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 5. október 2020 07:00

Færði Biden Trump gjöf með þessu?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joe Biden hefur vind í seglin þessa dagana miðað við niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar um fylgi forsetaframbjóðendanna. Samkvæmt könnuninni hyggjast 51% kjósenda kjósa Biden en 41% Donald Trump, sitjandi forseta.

Könnunin var gerð af Ipsos fyrir Reuters og sýna niðurstöðurnar mesta forskot Biden á Trump í heilan mánuð. Könnunin var gerð 2. og 3. október, það er að segja eftir að kjósendur fengu vitneskju um að Trump er með COVID-19.

Það er því ekki að sjá að veikindi Trump og sjúkrahúsinnlögn hans hafi aflað honum samúðar og stuðnings meðal kjósenda. Trump hefur frá upphafi heimsfaraldursins gert lítið úr hættunni sem stafar af veirunni og hefur meðal annars haldið því fram að veiran myndi hverfa af sjálfu sér.

Reuters tók einnig stöðuna á mati Bandaríkjamanna á viðbrögðum Trump við heimsfaraldrinum. Þeir eru ekki sérstaklega ánægðir með þau því 61% telja að „forsetinn væri líklega ekki smitaður ef hann hefði tekið kórónuveiruna alvarlegar“.

Af þeim sem eru skráðir Demókratar telja níu af hverjum tíu að Trump hefði ekki smitast ef hann hefði tekið faraldurinn alvarlegar. Hjá skráðum Repúblikönum er helmingurinn þeirrar skoðunar.

Aðeins 34% kjósenda telja að Trump segi sannleikann um kórónuveiruna og 55% telja hann ljúga um hana. 11% sögðust ekki vita það. 57% aðspurðra tóku afstöðu gegn viðbrögðum Trump við heimsfaraldrinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum

Hanna Katrín: Verðum að koma okkur upp úr þessum hjólförum
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða

Steinunn Ólína skrifar og segir: Leiðarvísir fyrir þjáða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Kaldalóns

Óttar Guðmundsson skrifar: Kaldalóns
Eyjan
Fyrir 1 viku

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris

Varpar sprengju í nýrri bók – Obama vildi stöðva Kamala Harris
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?