fbpx
Mánudagur 13.janúar 2025
Eyjan

Hannes segir rangt að spá Biden sigri – Þó sé líklegast að Trump tapi

Jón Þór Stefánsson
Laugardaginn 31. október 2020 15:40

Samsett mynd

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnmálafræðiprófessorinn Hannes Hólmsteinn Gissurarson tjáði sig um komandi forsetakosningar í Bandaríkjunum í pistli sem birtist í Morgunblaðinu í morgun.

Hann benti á að flestir væru að spá Joe Biden, frambjóðanda Demókrataflokksins, sigri í kosningunum. Hannes segir það rangt, réttara sé að spá Donald Trump, sitjandi Bandaríkjaforseta og frambjóðanda Replúblikanaflokksins, tapi.

„Nú líður að lok­um for­seta­kjörs­ins banda­ríska, en all­ur heim­ur­inn fylg­ist með því, enda eru Banda­rík­in lang­öflug­asta hag­kerfi og her­veldi heims. Án þess hefðu þeir Stalín og Hitler lík­lega skipt Norðurálf­unni allri á milli sín upp úr 1940. Spek­ing­ar þeir, sem koma fram þessa dag­ana í fjöl­miðlum, segja flest­ir lík­leg­ast, að Joe Biden, fyrr­ver­andi vara­for­seti, muni sigra. Þetta er rangt. Lík­leg­ast er, að Don­ald Trump, nú­ver­andi for­seti, muni tapa. Þeir, sem kjósa Biden, eru lang­flest­ir að kjósa á móti Trump.“

Þá velti Hannes fyrir sér muninum á því að kjósa í kjörklefa og að kjósa í kjörbúð, en honum finnst síðari kosturinn vera sá betri. Hann segir að munurinn felist í því að auðveldara sé að kynna sér „frambjóðandann“ í kjörbúðinni, heldur en í kjörklefanum, því þá viti maður ekki hvað maður fái í hendurnar.

„Þetta leiðir hug­ann að ein­um mun á því að kjósa úti í kjör­búð og inni í kjör­klefa. Úti í kjör­búð kýs maður með krón­un­um sín­um þá vöru, sem hann vill. Inni í kjör­klefa kýs hann með hönd­un­um þann fram­bjóðanda, sem hann vill stund­um ekki, en tel­ur ill­skárri en keppi­naut­ur­inn. Biden vek­ur ekki traust. Hann er gleym­inn og reik­ull í tali og leyf­ir fjöl­skyldu sinni að hagn­ast á nafni sínu. Hann ber með sér, að hann er orðinn 77 ára. En hann nær lík­leg­ast kjöri, því að hinn spræki keppi­naut­ur hans vek­ur víða stæka andúð, sem er ekki með öllu óskilj­an­leg.

Ann­ar galli á kjör­kle­fa­lýðræðinu, ólíkt kjör­búðalýðræðinu, er að menn vita ekki alltaf, hvað þeir kjósa yfir sig. Úti í kjör­búð geta menn skoðað vör­una, lesið sér til um inni­haldið og séð, hvað hún kost­ar. En inni í kjör­klef­an­um geta menn sjaldn­ast séð fyr­ir, hvað muni ger­ast, sér­stak­lega í lönd­um með hlut­falls­kosn­ing­ar og sam­steypu­stjórn­ir, en líka í lönd­um með tveggja flokka kerfi eins og í Banda­ríkj­un­um, þótt kost­ir séu þar skýr­ari.

Og jafn­vel þótt banda­rísk­ir kjós­end­ur ættu nú orðið að þekkja þá Joe Biden og Don­ald Trump, vita þeir ekki, hvað kjör þeirra muni kosta. Biden hyggst hækka skatta á hina tekju­hærri og tak­marka vinnslu jarðefna. Þetta er hvort tveggja vel fallið til vin­sælda, en gæti haft nei­kvæðar af­leiðing­ar í at­vinnu­líf­inu.

Kjarni máls­ins er sá, að vilji ein­stak­ling­anna kem­ur miklu bet­ur fram, þegar þeir kjósa dag­lega með krón­un­um úti í kjör­búð en þegar þeir kjósa með hönd­un­um inni í kjör­klefa á fjög­urra ára fresti. Þess vegna ætti að flytja sem flest­ar ákv­arðanir frá stjórn­mála­mönn­um og skriffinn­um til neyt­enda og skatt­greiðenda.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Nú mæra þeir Bjarna sem settu honum stólinn fyrir dyrnar – nýrri valdablokk vex fiskur um hrygg

Orðið á götunni: Nú mæra þeir Bjarna sem settu honum stólinn fyrir dyrnar – nýrri valdablokk vex fiskur um hrygg
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Blendin viðbrögð við brotthvarfi Bjarna – „Sagan jarðar róginn“ – „Bless bless“

Blendin viðbrögð við brotthvarfi Bjarna – „Sagan jarðar róginn“ – „Bless bless“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum

Sigmundur Ernir skrifar: Pólitísk aflögun í íslenskum landsmálum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótauppgjör

Óttar Guðmundsson skrifar: Áramótauppgjör