fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Eyjan

Björn hjólar í Ólínu – „Bók Ólínu er ófrumleg“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 29. október 2020 09:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný bók Ólínu Þorvarðardóttur, Spegill fyrir skuggabaldur, hefur vakið mikla athygli. Þar veitist hún að meintri samtryggingu og spillingu er varðar mannaráðningar og útilokun þeirra sem viðra skoðanir sem ekki eru þóknanlegar.

Björn Bjarnason, fyrrverandi ráðherra, hefur rýnt í bók Ólínu og er lítt hrifinn. Samandregin niðurstaða hans er þessi: „Bók Ólínu er ófrumleg. Hún er
skrifuð af sjónarhóli sem leiðir til fyrirsjáanlegrar en rangrar niðurstöðu.“

Björn segir að þungamiðja bókarinnar sé að Ólína hafi hvorki verið ráðin þjóðgarðsvörður á Þingvöllum haustið 2018 né forseti hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri árið 2013. „Ólína skrifar sig frá sársaukanum með því að tala illa um skuggabaldra og styðst þar við galdrafræði,“ segir Björn um aðferð Ólínu. Segir hann Ólínu hafa svarthvíta mynd af mönnum og málefnum. Segir hann að í bókinni veitist hún að þeim sem hún kalli skuggabaldra en hefji upp til skýjanna þá sem hún álíti vera snillinga án hæfilegs frama. Meðal vanmetinna snillinga séu hún sjálf, Þorvaldur Gylfason prófessor, Jón Þórisson arkitekt og Jóhann Hauksson blaðamaður.

Í bókinni styður Ólína hugmynd um miðlæga opinbera ráðningarþjónustu undir eftirliti þingskipaðrar nefnda. Á þann veg sé hægt að útiloka stjórnmálamenn frá mannaráðningum. Um þetta segir Björn:

„Þegar 15 dómarar voru skipaðir í landsrétt um árið var stuðst við óhlutdrægasta ráðningarferli sem hannað hafði verið hér. Skapa átti jafnvægi á milli þriggja arma ríkisvaldsins: dómsvalds, löggjafarvalds og framkvæmdavalds. Farið var eftir leikreglunum en ferlið var misheppnað og dýrkeypt. Dómsvaldinu er enn mikið í mun að sanna að það sé fremst meðal jafningja.

Miðlæg ráðningarstofa ríkisins bindur ekki enda á þrætur vegna opinberra mannaráðninga. Bók Ólínu sannar hvað seilast má langt til að réttlæta eigin málstað þegar gert er upp á milli manna.“

Í bókinni gagnrýnir Ólína að ríkisstjórnin hafi gengið framhjá Þorvaldi Gylfasyni við ráðningu ritstjórna fræðirits um efnahagsmál sem ríkisstjórnin fjármagnar. Björn gefur lítið fyrir þessa gagnrýni og segir: „Vonbrigði Þorvaldar Gylfasonar yfir að verða ekki ritstjóri þessa norræna tímarits eins og hann vænti eftir samtal við samstarfsmann í Stokkhólmi virðist mega rekja til þess að væntingar prófessorsins voru reistar á sniðgöngu við norrænar ráðningarreglur.“

Björn segir að bók Ólínu sé full af þverstæðum og undrast að hún taki ekki upp hanskann fyrir þá sem Sólveig Anna Jónsdóttir hafi rekið frá Eflingu við valdatöku sína þar, en Sólveig Anna er á meðal þeirra sem Ólína hrósar í bókinni.

Björn segir:

„Bók dr. Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur einkennist þannig af þverstæðum. Fullyrðingarnar um hve illa sé staðið að ráðningu til opinberra starfa eru ótrúverðugar þegar litið er til þess hæfa fólks sem sinnir slíkum störfum. Er undarlegt að samtök þess sitji þegjandi undir því sem Ólína hefur fram að færa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll svarar Áslaugu Örnu – „Sjálfstæðisflokkurinn er að fara á taugum í vörn sinni fyrir hagsmuni ríkasta fólksins á Íslandi”

Jóhann Páll svarar Áslaugu Örnu – „Sjálfstæðisflokkurinn er að fara á taugum í vörn sinni fyrir hagsmuni ríkasta fólksins á Íslandi”
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Víðir féll í gildru Stefáns Einars í Spursmálum – Svarar nú áróðrinum fullum hálsi

Víðir féll í gildru Stefáns Einars í Spursmálum – Svarar nú áróðrinum fullum hálsi
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kosningaumfjöllun Eyjunnar: Miðflokkurinn er miðflokkur en ekki hægri flokkur eins og Sjálfstæðisflokkurinn, segir Guðlaugur Þór

Kosningaumfjöllun Eyjunnar: Miðflokkurinn er miðflokkur en ekki hægri flokkur eins og Sjálfstæðisflokkurinn, segir Guðlaugur Þór
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lenya Rún snýr vörn í sókn eftir viðtalið við Stefán Einar – „Já ég skeit upp á fokking bak en ég er ógeðslega góð í að læra“

Lenya Rún snýr vörn í sókn eftir viðtalið við Stefán Einar – „Já ég skeit upp á fokking bak en ég er ógeðslega góð í að læra“