fbpx
Miðvikudagur 26.febrúar 2025
Eyjan

Gísli reiður: „Skammist ykkar“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 27. október 2020 13:52

Gísli Páll Pálsson. Mynd: Gunnar V. Andrésson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gísli Páll Pálsson, formaður Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu, segir að ríkisstjórnin hafi vísvitandi veikt rekstrargrundvöll hjúkrunarheimili í því skyni að ná rekstri þeirra undir ríkið. Segir Gísli að þetta sé í fullkominni andstöðu við stjórnarsáttmálann frá 2017, þar sem segir að styrkja eigi rekstrargrundvöll hjúkrunarheimila.

Þetta kemur fram í harðorðri grein Gísla í Morgunblaðinu í dag. Þar segir að hjúkrunarheimilunum hafi verið gert að skera niður hjá sér ár eftir ár og nú standi enn til að skera niður. Á sama tíma hafi nær öll önnur heilbrigðisþjónusta fengið hækkun á fjárlögum. Rekstrargrundvöllur hjúkrunarheimilanna hafi hins vegar markvisst verið veiktur. Þá segir í greininni:

„Ég er þeirrar skoðunar að þetta sé með vilja gert til að svelta öldrunarheimilin svo mikið að þau gefist upp og skili rekstrinum til ríkisins. Sem er nákvæmlega það sem er að gerast. Nýlega var því lýst yfir að ríkið mun taka yfir rekstur allra öldrunarheimila Akureyrarbæjar um áramótin. Hið sama er uppi á teningnum, misjafnlega langt komið, í Vestmannaeyjum, á Höfn í Hornafirði, Fjarðabyggð og víðar. Það er ótrúlegt að Sjálfstæðisflokkurinn skuli láta sig engu varða þessa grímulausu ríkisvæðingu öldrunarþjónustunnar.“

Gísli segir að stjórnendur hjúkrunarheimilanna neyðist nú til að draga úr þjónustu til heimilismanna, fólks sem byggt hafi upp þjóðfélagið og eigi betra skilið.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Inga Sæland rassskellti hrútspungana í Hádegismóum – örvænting og örþrifaráð einkenna stjórnarandstöðuna

Orðið á götunni: Inga Sæland rassskellti hrútspungana í Hádegismóum – örvænting og örþrifaráð einkenna stjórnarandstöðuna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kóngurinn er sestur að í Hvíta húsinu

Kóngurinn er sestur að í Hvíta húsinu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Inga tók illa í fyrirspurn Hildar – Bergþór með föðurleg ráð

Inga tók illa í fyrirspurn Hildar – Bergþór með föðurleg ráð
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Áslaug Arna: flokkurinn missti talsamband við fólk – gleymdi launþegum, íþróttum og atvinnulífinu

Orðið á götunni: Áslaug Arna: flokkurinn missti talsamband við fólk – gleymdi launþegum, íþróttum og atvinnulífinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Borgarstjórnarviðræður

Óttar Guðmundsson skrifar: Borgarstjórnarviðræður