fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Eyjan

80-90% samdráttur hjá leigubifreiðastjórum – Leigubifreiðum hefur fækkað um 20%

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 27. október 2020 07:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimsfaraldur kórónuveirunnar hefur haft áhrif á starf leigubifreiðastjóra eins og margra annarra starfsstétta. Leigubifreiðum í umferð hefur fækkað um tæp 20% og samdráttur á tekjum og fjölda ferða hefur verið um 80 til 90% frá miðjum mars.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að nú sé til meðferðar stjórnarfrumvarp um tekjufallsstyrki og hafi Bandalag íslenskra leigubifreiðastjóra (BÍLS) sent inn athugasemd við það. Þar kemur meðal annars fram að leigubifreiðastjórar hafi orðið fyrir miklu tekjufalli í heimsfaraldrinum vegna lokana og annarra sóttvarnaaðgerða. Þeir hafi þraukað við erfiðar aðstæður, starfað í framlínunni, verið útsettir fyrir smiti og sinnt mikilvægu starfi eins og að aka sýnum til greiningarstöðva og flytja sjúklinga og flugfarþega í sóttkví. Þeir hafa einnig þurft að breyta bifreiðum sínum til að setja upp skilrúm og þetta hafi valdið aukalegum kostnaði auk kostnaðar við aðrar sóttvarnaaðgerðir.

Einnig kemur fram að leigubifreiðum í umferð hafi fækkað um tæplega 20% og að þeir bílstjórar sem enn eru við störf hafi miklu lægri tekjur en svo að þeir geti staðið undir rekstrarkostnaði og launum.  Einnig segir að samdrátturinn, hvað varðar tekjur og fjölda ferða, sé um 80 til 90% frá miðjum mars. Óskar BÍLS því eftir að tillit sé tekið til leigubílstjóra og að þeir falli undir skilyrðin til að geta fengið tekjufallsstyrki.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”