fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Eyjan

Þráinn Bertels sér tækifæri í stóra fánamálinu – Vill að fleiri beri samskonar merki og lögreglukonan

Heimir Hannesson
Mánudaginn 26. október 2020 12:18

mynd/samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þráinn Bertelsson, fyrrverandi Alþingismaður og rithöfundur með meiru, birti í gær nokkurskonar opinberun sína á stóra fánamálið á Facebook. Segist hann þar sjá alveg nýjan vinkil á það mál og að um kúvendingu skoðana sinna sé að ræða.

„Það er mikil skammsýni að banna opinberum starfsmönnum að segja sannleikann! Frelsum þá sem hafa lokast inni í skáp ævilangrar hræsni!“ skrifar Þráinn og heldur áfram:

Eftir því sem ég hugsa meira um þetta mál með löggukonuna sem þótti flott að hafa fasistamerki á einkennisbúningnum sínum en sagðist samt ekki vita hvað þau þýddu – þá hef ég algjörlega skipt um skoðun í málinu og styð rétt lögreglumanna til að merkja sig og búninga sína í bak og fyrir til að tjá skoðanir sínar og sinn innri mann.

Þráinn lætur ekki staðar numið þar og segir að þetta eigi líka að gilda um aðra ríkisstarfsmenn:

Dómurum og starfsfólki dómskerfisins ætti jafnvel að vera skylt að merkja vinnufötin sín með auglýsingum, jafnvel slagorðum þess stjórnmálaflokks eða stefnu sem á hug þeirra og hjarta – og jafnvel bera merki þeirra banka eða fyrirtækja sem þeir eiga flest hlutabréf í.

Þráinn segir að þetta væri að sjálfsögðu gert í nafni gagnsæis og hreinskilni. Þráinn bendir á að Alþingismenn séu þegar merktir stjórnmálaflokkum sínum á þingi, en að lengra þyrfti að ganga og réttast væri að þeir bæru auglýsingar eða „lógó“ helstu stuðningsmanna sinna og hollvina.

Segir Þráinn:

Með öðrum orðum þá væri dásamlegt ef hlutleysishræsnin væri aflögð og hreinskilnin kæmi í staðinn. Ævilöng bæling og heft tjáning gerir engan að betri manni. Hreinsum nú andrúmsloftið og heimilum bældum ríkisstarfsmönnum loksins að opinbera hvað það er sem í raun og veru gefur lífi þeirra gildi, hvort sem það er bláa línan, bláa höndin eða rómantískur sjóræningafáni.

Þráinn segir málfrelsi og tjáningarfrelsi sett fram í þeim tilgangi að fólk geti sagt satt og rétt frá. Í því ljósi leggur Þráinn til að „ævilangur þykjustuleikur“ verði lagður af:

Tilgangurinn með málfrelsi og tjáningarfrelsi er sá að fólk geti sagt satt og þurfi ekki að vera lokað inni í skáp í ævilöngum þykjustuleik því að SANNLEIKURINN MUN GERA OKKUR FRJÁLS – ef eitthvað er að marka Heilaga ritningu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu

Þessi sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála hjá heilbrigðisráðuneytinu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir örgustu öfugmæli

Orðið á götunni: Sjálfstæðisflokkurinn auglýsir örgustu öfugmæli
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst

Inga Sæland: Ekki kjörin til að bjarga heiminum – björgum Íslendingum fyrst
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 3 um ESB/evru: Noregur vill inn – Tyrkir hafa hangið á húninum frá 1987!
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni

Ævisaga Geirs Haarde: Davíð Oddsson var fíllinn í stofunni og stóð með Steingrími J. Sigfússyni
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Jóhannes Loftsson skrifar: Segjum frá!

Jóhannes Loftsson skrifar: Segjum frá!
Eyjan
Fyrir 6 dögum

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“

„Mér finnst mjög skrítið að hægt sé að komast upp með annan eins munnsöfnuð“
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Ný könnun: Dapurt hjá Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn á flugi en Samfylkingin á niðurleið

Ný könnun: Dapurt hjá Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn á flugi en Samfylkingin á niðurleið