fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Eyjan

Kæra útboð borgarinnar á uppsetningu hleðslustöðva

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 23. október 2020 06:55

Merki Orku náttúrunnar. Mynd:ON.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísorka hefur kært útboð á uppsetningu hleðslustöðva fyrir rafbíla í Reykjavík til kærunefndar útboðsmála. Ísorka bauð 25,5 milljónir króna í verkið en Orka Náttúrunnar bauð borginni 113.000 krónur fyrir að fá að setja hleðslustöðvarnar upp.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að Ísorka fari fram á að ákvörðun Umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar um að taka tilboði Orku náttúrunnar verði felld úr gildi. Málið er nú til meðferðar hjá kærunefndinni sem komst að þeirri niðurstöðu í gær að samningaviðræður borgarinnar og Orku náttúrunnar verði ekki stöðvaðar en endanleg ákvörðun liggur ekki fyrir í málinu.

Málið snýst um uppsetningu 71 hleðslustöðvar víðs vegar um borgina. Þessar hleðslustöðvar eiga að þjóna rafbílaeigendum sem eru ekki með bílastæði á eigin lóð. Tilboð voru opnuð í ágúst en kostnaðaráætlunin var upp á 10,8 milljónir. Hæsta tilboðið átti Knýr ehf. eða 227 milljónir. Bílahleðslan ehf. bauð 85 milljónir og Ísorka ehf. bauð 25,5 milljónir. Orka náttúrunnar bauðst til að greiða borginni 113 krónur fyrir að setja hleðslustöðvarnar upp.

Kæra Ísorku byggir á þeim skilmálum útboðsins að bjóðendur uppfylli kröfur reglugerðar um raforkuviðskipti á opnunardegi útboðsins. Útboðin voru opnuð þann 20. ágúst en þann dag komst Orkustofnun að þeirri niðurstöðu að Orka náttúrunnar bryti í bága við þessa reglugerð. Kæran byggist einnig á því að Samkeppniseftirlitið hefur hafið formlega rannsókna á starfsháttum Orku náttúrunnar varðandi sölu, uppsetningu og þjónustu á hleðslustöðvum og hleðslu fyrir rafbíla. Vill Ísorka að Orku náttúrunnar verði vísað frá þátttöku í útboðinu vegna þessa.

Haft er eftir Berglindi Rán Ólafsdóttur, framkvæmdastýru Orku náttúrunnar, að fyrirtækið hafi getað boðið svo lágt vegna þess að ráð hafi verið gert fyrir slíku í útboðinu.

„Við erum að borga litla upphæð fyrir að fá aðgang að landinu til að setja upp stöðvar og selja rafmagn á hleðslustöðvarnar. Það er þröskuldur fyrir orkuskiptin að heimili geti skipt út bensínbíl fyrir rafbíl, það eru svo margir sem að búa þannig að þeir eru ekki með stæði. Með þessu geta svokallaðir landlausir í hverfunum hlaðið bílinn á nóttunni, þetta er mjög mikilvægt verkefni,“

er haft eftir henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”