fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Eyjan

Samkeppniseftirlitið rannsakar Orku náttúrunnar

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 21. október 2020 08:00

Merki Orku náttúrunnar. Mynd:ON.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkeppniseftirlitið hefur hafið formlega rannsókn á Orku náttúrunnar (ON). Í bréfi eftirlitsins til ON kemur fram að rannsóknin snúi að sölu, uppsetningu og þjónustu ON á hleðslustöðvum og hleðslum fyrir rafbíla.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að það hafi verið Ísorka, sem selur hleðslustöðvar, sem hafi kært ON í júlí á síðasta ári. Þá kom fram í umfjöllun Fréttablaðsins um málið að kæran sé í á annað hundrað liðum. ON er í henni sakað um að nota markaðsráðandi stöðu á raforkumarkaði til að koma sér í einokunarstöðu á miðlun rafmagns til rafbíla. Orkuveita Reykjavíkur á ON.

Samkeppniseftirlitið tilkynnti ON um rannsóknina í september. ON hefur sent Samkeppniseftirlitinu þrjú bréf með athugasemdum við málið.

„Að virtum þeim upplýsingum og gögnum sem aflað hefur verið við forathugun málsins og í ljósi þess að umkvörtuð háttsemi virðist enn til staðar og vísbendingar um að hún raski samkeppni, hefur Samkeppniseftirlitið ákveðið að hefja formlega rannsókn á háttsemi ON á mögulegum markaði fyrir hleðslur, hleðslustöðvar og rafmagn, sbr. nánar erindi kvartanda sem félagið hefur undir höndum,“

segir í bréfi Samkeppniseftirlitsins til ON þar sem tilkynnt er um rannsóknina. Einnig er óskað eftir frekari gögnum vegna málsins.

Fréttablaðið hefur eftir Berglindi Rán Ólafsdóttur, framkvæmdastýru ON, að fyrirtækið hafi gegnt lykilhlutverki við uppbyggingu innviða fyrir rafbíla hér á landi síðustu sex ár.

„Til þess að rafbílavæðing Íslands gæti orðið að veruleika þurftu innviðirnir að koma á undan eftirspurninni, þ.e. rafbílunum, sem voru um 100 talsins þegar ON hóf vegferðina,“

hefur Fréttablaðið eftir henni. Hún sagði jafnframt að styrkir frá Orkusjóði hafi verið mikilvægir við uppbyggingu innviða fyrir rafbíla, bæði fyrir ON og önnur fyrirtæki sem hafa tekið þátt í þróuninni.

„Markaður með hleðslustöðvar á Íslandi er lítill og frekari uppbygging háð framlagi frá ríkinu í þeim tilgangi að stuðla að fjárfestingum sem stuðla að því að Ísland nái settum loftslagsmarkmiðum,“

sagði hún og sagði jafnframt að skoðun Samkeppniseftirlitsins á markaðnum hafi komið ON á óvart vegna þess hversu lítill markaðurinn er, auk þess sem hann sé á algjöru frumstigi uppbyggingar. Engu að síður muni skoðun Samkeppniseftirlitsins verða til þess að staða og skipulag markaðarins skýrist og sagðist hún vonast til að niðurstaðan verði hvetjandi fyrir áframhaldandi uppbyggingu innviða fyrir rafbíla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum

Rasismi sagður á uppleið í Frakklandi – Spennan magnast fyrir seinni umferð þingkosninganna – Ofbeldisverk framin af bæði vinstri og hægri mönnum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Samfélag til að græða á

Sigmundur Ernir skrifar: Samfélag til að græða á