fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Eyjan

Alvotech fær níu milljarða í aukið hlutafé

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 21. október 2020 08:00

Merki Alvotech. Mynd:Alvotech.com

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gengið hefur verið frá fjármögnun upp á 65 milljónir dollara, sem svarar til um 9 milljarða króna, fyrir líftæknifyrirtækið Alvotech. Það eru stórir fjárfestar úr lyfjageiranum í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu sem leggja þetta hlutafé til. Þá eru íslenskir lífeyrissjóðir sagðir vera að skoða að fjárfesta í fyrirtækinu.

Markaður Fréttablaðsins skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að Alvotech, sem Robert Wessman, stofnandi þess, stýrir, hafi á undanförnum mánuðum unnið að útgáfu á nýju hlutafé upp á 100 milljónir dollara. Félagið er sagt vænta þess að ljúka útboðinu í nóvember.

Íslenskir lífeyrissjóðir eru sagðir skoða að fjárfesta í fyrirtækinu og hafa fulltrúar þeirra að sögn fundað með stjórnendum og innlendum ráðgjöfum fyrirtækisins á undanförnum vikum. Ef sjóðirnir fjárfesta í fyrirtækinu verður það í fyrsta sinn sem íslenskir stofnfjárfestar koma inn í eigendahóp þess.

Fréttablaðið segir að samkvæmt fjárfestakynningu sé fjármögnun Alvotech ætlað að styðja við rekstur fyrirtækisins fram að skráningu þess í Hong Kong á næsta ári. Fyrirtækið hefur einnig í hyggju að stækka hátækniver sitt í Vatnsmýri, sem var tekið í notkun 2016, þannig að það verði 24 þúsund fermetrar en það er 13 þúsund fermetrar í dag. Áætlaður kostnaður við stækkunina er 4,6 milljarðar króna.

Lyfjafyrirtækið Coripharma er einnig að ganga frá milljarðafjármögnun sem á að renna stoðum undir þróun samheitalyfja hér á landi. Ef fyrirætlanir fyrirtækisins ganga eftir mun velta þess vera um 75 milljónir evra, sem svarar til rúmlega 12 milljarða króna, árið 2025 og það mun skapa 260 störf í þekkingargeiranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Mesta lýðræðisógn okkar tíma

Sigmundur Ernir skrifar: Mesta lýðræðisógn okkar tíma
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra

Þorsteinn Pálsson skrifar: Raunheimar forstjóra og ráðherra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Embættismennirnir leggjast á árar með okkur

Guðmundur Ingi Kristinsson: Embættismennirnir leggjast á árar með okkur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Fullkomin samheldni og skýr sýn á verkefnin – ekki veikan hlekk að finna í ríkisstjórninni

Guðmundur Ingi Kristinsson: Fullkomin samheldni og skýr sýn á verkefnin – ekki veikan hlekk að finna í ríkisstjórninni
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Blaut tuska ríkisstjórnarinnar í andlit meirihluta þjóðarinnar – Ber Inga Sæland ábyrgð?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun

Risakauphækkun hjá Ásgeiri Jónssyni á síðasta ári – Fékk launaleiðréttingu og orlofsuppgjör ofan á kauphækkun
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu

Steinunn Ólína skrifar: Kynslóðir í kreppu