fbpx
Fimmtudagur 13.febrúar 2025
Eyjan

Starfsfólk borgarinnar hefur keypt veitingar fyrir 800.000 á Vinnustofu Kjarvals

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 2. október 2020 06:40

Vinnustofa Kjarvals. Mynd: Reitir fasteignafélag

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá 1. nóvember 2019 til 31. ágúst 2020 greiddi Reykjavíkurborg 821.088 krónur fyrir veitingar á Vinnustofu Kjarvals. Starfsfólk borgarinnar hefur aðgang að Vinnustofu Kjarvals, sem er vinnu- og samkomurými við Austurvöll, í gegnum samning borgarinnar við eigendur vinnustofunnar. Greiðir borgin 1,6 milljónir á ári fyrir aðganginn.

Fréttablaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, hafi lagt fram fyrirspurn um þetta í júní og nú hafi henni verið svarað. Þessar 821.088 krónur eru umfram þær 1,6 milljónir sem eru greiddar fyrir aðgang. Í aðganginum er innifalið kaffi úr vél og kolsýrt vatn. Greitt er sérstaklega fyrir sérgerða kaffidrykki, gosdrykki og aðrar veitingar, þar með talið áfenga drykki.

Í svari borgarritara kemur fram að um sé að ræða kostnað vegna veitinga á starfsdögum, vegna starfsþróunarsamtala, funda, námskeiða og ráðstefna hjá þeim starfseiningum borgarinnar sem eru með aðgangskort.

Mesti kostnaðurinn var hjá Þróunar- og nýsköpunarsviði, um 270.000 krónur. Skrifstofa borgarstjóra og borgarritara kom þar á eftir með tæplega 155.000 krónur og Menningar- og ferðamálasvið var með rúmlega 120.000 krónur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Stefnuræða for­sætis­ráðherra

Stefnuræða for­sætis­ráðherra
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Þór: Það á að vera hægt að ræða öll mál í Sjálfstæðisflokknum – líka aðild að ESB

Guðlaugur Þór: Það á að vera hægt að ræða öll mál í Sjálfstæðisflokknum – líka aðild að ESB
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Guðlaugur Þór: Augljós sóknarfæri fyrir Sjálfstæðisflokkinn nú – flokkadrættir helsta ógnin

Guðlaugur Þór: Augljós sóknarfæri fyrir Sjálfstæðisflokkinn nú – flokkadrættir helsta ógnin
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hildur segir útspil Flokks fólksins hafa komið á óvart – Segir dyrnar enn opnar og útilokar engan

Hildur segir útspil Flokks fólksins hafa komið á óvart – Segir dyrnar enn opnar og útilokar engan
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Spá stórtíðindum um helgina – „Við erum búnir að fella meirihlutann í borginni. Hann er sprunginn“

Spá stórtíðindum um helgina – „Við erum búnir að fella meirihlutann í borginni. Hann er sprunginn“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hampiðjan hf. eignast meirihluta í indverska félaginu Kohinoor

Hampiðjan hf. eignast meirihluta í indverska félaginu Kohinoor
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Steinunn Ólína: Hafrannsóknastofnun í núverandi mynd er ógn við náttúru og lífríki Íslands

Steinunn Ólína: Hafrannsóknastofnun í núverandi mynd er ógn við náttúru og lífríki Íslands
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Töluðu ekki saman og fengu á endanum sínu ekki framgengt

Töluðu ekki saman og fengu á endanum sínu ekki framgengt