fbpx
Mánudagur 23.desember 2024
Eyjan

Guðlaugur segir að fríverslunarviðræðum við Breta verði haldið áfram

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 19. október 2020 07:56

Áhrifa Brexit mun gæta hér á landi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og staðan er núna er ekki útlit fyrir að Bretar og ESB nái samningum um útgöngu Breta úr ESB. Bresk stjórnvöld sögðu fyrir helgi að það þjóni engum tilgangi að halda viðræðunum áfram nema ESB gefi eftir hvað varðar sumar af helstu kröfum sínum. Bretar gáfu þó í skyn að ekki hefði verið lokað alveg á viðræður en það væri þó farið að þrengja að hvað það varðar. Aðalsamningamenn ESB eru væntanlegir til Lundúna í dag til viðræðna við fulltrúa Breta.

Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að þrátt fyrir þetta muni viðræður Íslands, Noregs og Liechtenstein við Breta um fríverslunarsamning halda áfram. Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag og hefur eftir Guðlaugi að Íslendingar hafi frá upphafi verið meðvitaðir um að svona gæti farið og hafi hagað undirbúningi sínum í samræmi við það.

„Engu að síður vona ég að Bretland og Evrópusambandið reyni til þrautar að ná samningi, það er ekki aðeins í þágu þeirra sjálfra heldur milliríkjaviðskipta almennt,“

hefur Morgunblaðið eftir honum. Hann sagði jafnframt að Íslendingar muni halda áfram viðræðum við Breta þótt viðræður Breta og ESB skili ekki árangri.

„Við erum í sjálfstæðum viðræðum og höfum alla möguleika og fullt frelsi til að gera fríverslunarsamning við Bretland á okkar forsendum,“

sagði hann.

Breski markaðurinn er mikilvægur fyrir okkur Íslendinga því Bretland er næststærsta viðskiptaþjóð okkar, Bandaríkin eru sú stærsta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Egill Þór er látinn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn

Orðið á götunni: Björn reynir að túlka afhroð ríkisstjórnarinnar sem ákall um hægri stjórn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK

Þrír nýir forstöðumenn hjá OK