fbpx
Mánudagur 27.janúar 2025
Eyjan

Flóðbylgja bréfatkvæða og flóknar og mismunandi reglur í bandarísku forsetakosningunum

Kristján Kristjánsson
Sunnudaginn 18. október 2020 15:00

Færði Biden Trump gjöf með þessu?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimsfaraldur kórónuveirunnar og áhyggjur margra af löngum biðröðum á kjörstöðum þegar forsetakosningarnar í Bandaríkjunum fara fram þann 3. nóvember valda því að milljónir kjósenda velja að kjósa heima núna og senda atkvæðaseðla sína í pósti. Þetta á sérstaklega við um stuðningsfólk Demókrata. Það er auðvitað jákvætt að fólk nýti kosningarétt sinn en þessi mikli fjöldi bréfatkvæða veldur Demókrötum einnig áhyggjum.

Reiknað er með að um 150 milljónir muni kjósa svo umfang kosninganna er mikið. Kjörstjórnir á hverjum stað sjá um að ákveða reglur varðandi kosningarnar, til dæmis hvernig á að kjósa bréfleiðis, hvenær atkvæðin verða talin og fleira. Reglurnar eru ekki aðeins mismunandi á milli ríkja heldur stundum einnig á milli sýslna.

Bandarískir fjölmiðlar fjalla að vonum mikið um kosningarnar og segja frá vandræðum í tengslum við þær. Þessi vandræði geta haft áhrif á framkvæmd þeirra þann 3. nóvember og hugsanlega á niðurstöðuna. Mörg þessara vandamála eru staðbundin og snúast um stjórnunarleg atriði eða veikburða innviði, ekki um tilraunir til kosningasvika.

Skýrt hefur verið frá því að í Fairfax sýslu, sem er í Virginíu, hafi að minnsta kosti 1.400 kjósendur fengið meira en einn kjörseðil sendan. Ástæðan er að sögn mikil eftirspurn eftir að geta greitt atkvæði bréfleiðis. Í Maryland hafa rúmlega 100.000 kjósendur fengið kjörseðla sína senda á netinu. Þeir eiga sjálfir að prenta þá út og taka með á kjörstað en skannar ríkisins geta ekki lesið kjörseðla sem eru prentaðir á venjulegan pappír. Þess vegna þurfa tveir starfsmenn kjörstjórnar, einn Repúblikani og einn Demókrati, að fara saman yfir alla kjörseðlana og færa þá með handafli yfir á pappaspjöld sem skannarnir geta lesið. Í bæði Virginíu og Maryland er Joe Biden talinn vera öruggur um sigur og því hafa þessi mál vakið töluverða athygli.

Í Pennsylvania er staðan hins vegar önnur því þar virðist vera hnífjafnt með frambjóðendunum tveimur og því má ekkert fara úrskeiðis þar varðandi atkvæðagreiðsluna. Báðir flokkarnir eru á nálum í ríkinu og pólitísk átök og átök fyrir dómi hafa einkennt vinnuna við að ákveða hvernig talningu atkvæða verður háttað. Eitt af vandamálunum í ríkinu eru svokallaðir „naktir kjörseðlar“ eins og Vox.com nefnir þá. Í ríkinu gilda þær reglur að þegar kjósandi hefur útfyllt kjörseðil sinn á hann að setja hann í tvö umslög, eitt sem tryggir að ekki sé hægt að sjá hvar krossinn er og annað með heimilisfangi kjörstaðarins. Ef kjósandinn gleymir að nota fyrra umslagið er um „nakinn kjörseðil“ að ræða og er hann ógildur samkvæmt dómi hæstaréttar ríkisins. Þetta vekur miklar áhyggjur því talið er að allt að 100.000 atkvæði geti lent í þessum flokki í ár. Donald Trump sigraði í ríkinu fyrir fjórum árum með 44.000 atkvæða mun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra