fbpx
Miðvikudagur 25.desember 2024
Eyjan

Borgin greiddi 1,2 milljónir fyrir áfengi og mat á Vinnustofu Kjarvals – „Bruðlað með opinbert fé“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 16. október 2020 07:00

Vinnustofa Kjarvals. Mynd: Reitir fasteignafélag

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt sundurliðuðum reikningum drukku yfirstjórn og starfsmenn Reykjavíkurborgar áfengi fyrir rúmlega hálfa milljón á kostnað borgarbúa á Vinnustofu Kjarvals við Austurvöll. Auk þess greiddi borgin 650.000 krónur fyrir mat. Bruðl með opinbert fé segja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins.

Fréttablaðið hefur sundurliðaða reikning frá Vinnustofu Kjarvals undir höndum og skýrir frá málinu í dag. Fram kemur að greiddar hafi verið 381.000 krónur fyrir léttvín, 104.000 fyrir bjór og 64.000 fyrir sterkt áfengi. Meðal þess sem keypt var eru Chardonnay, Lagavulin 16 ára, Hennessy VSOP og Moscow Mule.

Starfsfólk á skrifstofu borgarinnar hefur aðgang að Vinnustofu Kjarvals, sem er vinnu- og samkomurými við Austurvöll, samkvæmt sérstökum samningi. Talið var að þörf væri fyrir þessa aðstöðu vegna vinnufunda, starfsdaga, starfsþróunarsamtala og fleiri þátta. Borgin greiðir 1,6 milljónir fyrir ársaðgang en um þróunarverkefni til eins árs er að ræða og lýkur því um mánaðamótin þegar samningurinn rennur út. Þá á að meta hvort verkefninu verður haldið áfram.

Ellefu aðgangskort voru gefin út til borgarinnar, sex til sviðsstjóra, tvö til skrifstofu borgarstjóra og skrifstofustjóri borgarstjórnar, borgarlögmaður og mannréttindastjóri fengu einnig kort.

Fréttablaðið segir að samkvæmt reikningunum hafi áfengi í nokkrum tilfellum verið keypt á starfsdögum og á fundum.

„Margt í yfirlitinu og afritum reikninga bendir til þess að bruðlað hafi verið með opinbert fé,“

létu Björn Gíslason og Jórunn Pála Jónasdóttir, fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í innkauparáði, bóka þegar málið var rætt þar í vikunni. Þau bentu einnig á að 23.000 króna reikningur hafi verið endurgreiddur nokkrum dögum eftir fyrirspurn Fréttablaðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári

Segir 10 Prís verslanir opna á næsta ári
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina

Afhjúpar lævíst plott Sjálfstæðisflokksins til að tryggja sér fjárhagslega yfirburði – Svona reyndi hann að veikja samkeppnina
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum

Halla endurnýjar listaverkin á Bessastöðum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Góð verslun fyrir jólin – sprenging í netverslun í nóvember
Eyjan
Fyrir 1 viku

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða

Björn Leví skrifar – Verri niðurstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”

Sigmundur um vöruhúshneykslið – „Ekki skipulagsslys heldur skemmdar­verk”