fbpx
Fimmtudagur 14.nóvember 2024
Eyjan

Sakar Eflingu um óvandaðan málflutning

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 15. október 2020 09:25

Halldór Benjamín og Sólveig Anna. Samsett mynd DV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Undanfarið hafa birst auglýsingar Eflingar þar sem maður sést taka peninga úr veski annars manns, sem á að vera starfsmaður. Undir þessari auglýsingu er fullyrt að atvinnurekstur steli árlega hundruðum milljóna króna úr vösum félagsmanna Eflingar stéttarfélags. Auglýsingaherferð Eflingar hefur það markmið að stilla atvinnurekendum og starfsmönnum upp sem andstæðingum. Atvinnurekendur séu upp til hópa brotamenn sem veigri sér ekki við að hlunnfara starfsfólk sitt. Sú mynd sem Efling dregur upp af stjórnendum fyrirtækja og Samtökum atvinnulífsins (SA) er bæði ómálefnaleg og veruleikafirrt,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), í grein í Morgunblaðinu í dag, þar sem hann gagnrýnir harðlega auglýsingaherferð stéttarfélagsins Eflingar gegn launaþjófnaði.

Halldór bendir á að SA séu ekki málsvari launaþjófa og hafi ásamt ASÍ tekið þátt í starfi nefndar um félagsleg undirboð og brotastarfsemi á vinnumarkaði sem lagði til refsiábyrgð vegna alvarlegra eða ítrekaðra brota gegn launafólki. Segir Halldór SA hafa stutt breytingar á lögum til að hrinda þessum tillögum í framkvæmd.

Halldór segir að yfirgnæfandi meirihluti atvinnurekenda séu heiðarlegir, þeir vilji búa til verðmæti fyrir samfélagið, skapa störf og koma vel fram við sitt starfsfólk.

Segir kröfur ASÍ óraunhæfar

Í nýjum starfskjaralögum er ekki að finna ákvæði um refsiábyrgð. Segir Halldór að ástæðan fyrir því sé sú að kröfur ASÍ í þeim efnum hafi verið óraunhæfar:

„Það hefur því miður ekki gerst, einkum vegna kröfu ASÍ um allt aðra útfærslu viðurlaga en samþykkt hafði verið í samráðshópi ráðherra og vilyrði var gefið um í yfirlýsingu stjórnvalda í tengslum við gerð lífskjarasamningsins. Engin samstaða er um tillögu ASÍ sem felur í stuttu máli í sér að atvinnurekanda sem vangreiði launamanni beri að endurgreiða honum hin vangreiddu laun með dráttarvöxtum og 100% álagi. Samtök atvinnulífsins geta ekki stutt tillögu ASÍ sem skapar fjárhagslegan hvata til að stofna til ágreinings við atvinnurekanda fremur en að leita friðsamlegrar lausnar og veldur sundrungu og glundroða á vinnumarkaði.“

Halldór segir að kjarasamningar séu flóknir og auðvelt sé að gera mistök í útreikningi launa. „Það gefur augaleið að öll þessi örfyrirtæki eru með litla eða enga yfirbyggingu vegna starfsmannahalds og hafa þörf fyrir einfaldar og skýrar reglur til að vinna eftir, en ekki þverhandarþykkar skýrslur einsog kjarasamningar hafa orðið með tímanum,“ segir Halldór.

Halldór leggur í lok greinar sinnar til að óháður aðili leggi mat á brot er falla undir launaþjófnað og ákveði hæfileg viðurlög.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll svarar Áslaugu Örnu – „Sjálfstæðisflokkurinn er að fara á taugum í vörn sinni fyrir hagsmuni ríkasta fólksins á Íslandi”

Jóhann Páll svarar Áslaugu Örnu – „Sjálfstæðisflokkurinn er að fara á taugum í vörn sinni fyrir hagsmuni ríkasta fólksins á Íslandi”
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón

Svarthöfði skrifar: Allir vondir við aumingja Jón
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni

Björn Jón skrifar: Að vinna bug á skrílmennskunni
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Víðir féll í gildru Stefáns Einars í Spursmálum – Svarar nú áróðrinum fullum hálsi

Víðir féll í gildru Stefáns Einars í Spursmálum – Svarar nú áróðrinum fullum hálsi
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kosningaumfjöllun Eyjunnar: Miðflokkurinn er miðflokkur en ekki hægri flokkur eins og Sjálfstæðisflokkurinn, segir Guðlaugur Þór

Kosningaumfjöllun Eyjunnar: Miðflokkurinn er miðflokkur en ekki hægri flokkur eins og Sjálfstæðisflokkurinn, segir Guðlaugur Þór
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Lenya Rún snýr vörn í sókn eftir viðtalið við Stefán Einar – „Já ég skeit upp á fokking bak en ég er ógeðslega góð í að læra“

Lenya Rún snýr vörn í sókn eftir viðtalið við Stefán Einar – „Já ég skeit upp á fokking bak en ég er ógeðslega góð í að læra“