Þetta hefur Morgunblaðið eftir Björgvini Steingrímssyni hjá Ábyrgðasjóðnum.
„Við gerum ráð fyrir svipaðri fjárhæð útgjalda á þessu ári en sjóðurinn hefur greitt um 1.439 milljónir fyrstu 9 mánuði ársins. Fjöldi launamanna sem fengu greitt árið 2018 var 533 en 1.001 árið 2019. Í ár gerum við ráð fyrir að fjöldinn geti náð 1.200 en á fyrstu 9 mánuðum ársins höfðu 882 fengið greitt,“
er haft eftir honum.
Í upphafi ársins námu eignir sjóðsins um 1.200 milljónum en í árslok er gert ráð fyrir að þær verði um 100 milljónir eða jafnvel minna að sögn Björgvins.