fbpx
Fimmtudagur 23.janúar 2025
Eyjan

Mörgum verslunum lokað í miðborginni – Reyna að þrauka veturinn

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 14. október 2020 07:00

Laugavegur. Ljósmynd/Valli.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestum ferðamannaverslunum í miðborginni hefur verið lokað. Það gerðist eftir að tilkynnt var um hertar aðgerðir á landamærunum um miðjan ágúst. Ætla má að um þrjú hundruð manns hafi starfað í þessum verslunum þegar hæst stóð og velta þeirra hafi hlaupið á milljörðum.

Markaður Fréttablaðsins skýrir frá þessu í dag.

„Allir sem reiða sig á sölu til erlendra ferðamanna eru í taprekstri eins og staðan er í dag. Í raun er tilgangslaust að hafa opið. Betra er að bíða og sjá hvenær fleiri ferðamenn koma til landsins,“

er haft eftir Jóhanni Guðlaugssyni, eiganda Geysis sem rekur ellefu verslanir í miðborginni.

Að minnst kosti 43 verslanir í miðborginni byggja afkomu sína að langmestu leyti á ferðamönnum. Þessar verslanir selja íslenskar vörur, til dæmis ullarvörur eða minjagripi. Af þessum búðum eru 25 svokallaðar Lundabúðir.

Samkvæmt samantekt Markaðarins þá hefur 30 verslunum verið lokað á síðustu vikum og mánuðum. Við skoðun á Lundabúðunum kom í ljós að 23 hefur verið lokað og 11 tæmdar. Segir blaðið að í sumum verslunum hafi pappakössum verið komið fyrir og verði þær því tæmdar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði

Sigmundur Ernir skrifar: Tökum sénsinn í Seyðisfirði
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
Eyjan
Fyrir 1 viku

Klappir og ICR í samstarf

Klappir og ICR í samstarf
Eyjan
Fyrir 1 viku

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“

Forstjórinn reynir að slá á ólguna innan Sýnar með bréfi til starfsmanna – „Engin umræða hefur átt sér stað í minni tíð um lokun fréttastofu Stöðvar 2“