fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Eyjan

Rússneskir grínistar höfðu danska þingmenn að fíflum

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 12. október 2020 07:50

Danska þinghúsið í Kristjánsborgarhöll.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir rússneskir grínistar höfðu danska þingmenn að fíflum á þriðjudag í síðustu viku. Grínistarnir náðu að sannfæra þingmennina um að Sviatlana Tsikhanouskaya, forsetaframbjóðandi í Hvíta-Rússlandi og stjórnarandstæðingur, vildi funda með þeim og var henni boðið að taka þátt í fundi utanríkismálanefndar þingsins. Enginn grunur læddist að þingmönnunum, um að eitthvað væri bogið við þetta allt saman, fyrr en boðsgesturinn fór að spyrja út í „dýravændishús“.

Utanríkismálanefndin fundaði á þriðjudaginn og fór fundurinn fram á netinu og var hinni fölsku Tsikhanouskaya boðið að taka þátt eftir að „starfsmaður“ hennar hafði sett sig í samband við danska þingið. Þarna voru á ferðinni tveir rússneskir grínistar, sem kalla sig Vovan og Lexus, og léku þeir hlutverk Tsikhanouskaya á fundinum. Þeir voru ekki í mynd því þeir sögðu þingmönnunum að bilun hefði komið upp í fjarfundabúnaði þeirra og virtist það ekki vekja neinar grunsemdir hjá dönsku þingmönnunum..

Í fyrstu var rætt um rússnesku gasleiðsluna Nordstream 2 og pólitískan óróleika í Hvíta-Rússlandi. En eftir um 25 mínútur breyttist umræðuefnið og tvær grímur fóru að renna á Danina. Þá byrjaði Tsikhanouskaya allt í einu að spyrja út í „dýravændishús“ í Danmörku.

„Hún sagðist hafa mikinn áhuga á dýravelferð og af þeim sökum hafi hún áhyggjur af skýrslum sem segja að dýravændishús séu í Danmörku,“

sagði Michael Aastrup Jensen, þingmaður Venstre, um fundinn í samtali við Jótlandspóstinn. Hann svaraði að hér væri um rússneskar lygafréttir að ræða en fréttum af þessu tagi hefur nokkrum sinnum verið dreift í Rússlandi. Jensen sagðist ekki hafa grunað að neitt óeðlilegt væri í gangi fyrr en umræðan barst að dýravændishúsum. Fundurinn hélt áfram í um 15 mínútur til viðbótar en fundarmenn urðu sífellt sannfærðari um að eitthvað væri nú skrýtið við þetta og bundu að lokum endi á fundinn.

Rússnesku grínistarnir hafa viðurkennt að hafa staðið á bak við þetta og segjast ætla að birta upptöku af fundinum í dag. Vovan og Lexus heita í raun Vladimir Kuznetsov og Alexey Stolyarov og hafa áður blekkt þekkt fólk og birt upptökur á YouTuberás sinni. Þar má til dæmis heyra þegar þeir blekktu Erdogan, Tyrklandsforseta, Bernie Sanders og Harry Bretaprins. Allir þrír voru blekktir til að halda að þeir væru að ræða við sænska umhverfisverndarsinnan Greta Thunberg í síma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Í gær

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips

Arion banki sá að sér eftir að upp úr sauð á Fjármálatips
Eyjan
Í gær

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“

Gunnar bendir á sláandi staðreynd um stýrivextina – „Hvergi í veröldinni er auður hinna ríku varinn af eins miklum ákafa“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu

Kosningar: Lilja og Alma takast á um skatta og innviðafjárfestingu
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“

Bregðast við stjórnarskrárbroti Alþingis – „Þetta er hið raunverulega andlit og arfleifð Sjálfstæðisflokksins“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“

Ragnar segir tíma til kominn að þora að spyrja stóru spurninganna um lífeyrissjóðina – „Við erum þrælar eigin kerfis“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum

Þingkosningar: Lilja segir ríkisstjórnina hafa fjárfest mikið í innviðum – Alma segir innviðskuldina ógna orkuskiptum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Grein 4 um ESB/evru: Þýzkaland tók evru fram yfir sitt ofursterka mark (DM) – hvað segir það okkur?