Fréttablaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að samkvæmt könnun sem Maskína gerði í júlí og ágúst fyrir félag Viðreisnarfólk á Seltjarnarnesi þá myndi Sjálfstæðisflokkurinn fá um 41% atkvæða ef kosið yrði til bæjarstjórnar nú. Samfylkingin fengi 29%, Viðreisn/Neslisti fengi tæplega 16%, Fyrir Seltjarnarnes tæplega 6% og aðrir 8%.
756 fengu könnunina senda og svöruðu 468 eða 61,9%. Könnunin var gerð með tölvupósti og símhringingum. Í bænum búa um 4.700 manns og svöruðu því um 10% íbúa könnuninni.
Niðurstöðurnar sýna einnig að aðeins 26% bæjarbúa eru ánægðir með stjórnun bæjarins og sama hlutfall treystir Ásgerði Halldórsdóttur, bæjarstjóra, vel. 44% bæjarbúa treysta bæjarstjóranum illa og 42,5% eru óánægð með stjórnun bæjarins.
Nánar er hægt að lesa um könnunina í Fréttablaðinu í dag.