fbpx
Miðvikudagur 26.febrúar 2025
Eyjan

Guðmundur játar syndir sínar – Biður íslensku þjóðina afsökunar

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 6. október 2020 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Ólafsson, hagfræðingur og fyrrverandi lektor, flutti búferlum árið 2017. Hann seldi eign, keypti aðra og átti 3 milljónir króna í afgang. Guðmundur fjallar um það sem hann gerði við peninginn í pistli sínum sem birtist í Morgunblaðinu í dag.

Þessar þrjár milljónir sem Guðmundur átti afgangs fóru inn á bundna verðtryggða bankabók til þriggja ára. „Um dag­inn vitjaði ég höfuðstóls­ins, sem þá var laus,“ segir Guðmundur og birtir niðurstöður ávöxtunarinnar. Hann miðar niðurstöðurnar við verðtryggðu bankainnistæðuna, bandaríska dollara og svissneska franka. Þrjár milljónirnar sem Guðmundur lagði inn á bókina höfðu hækkað um 286 þúsund krónur. Ef Guðmundur hefði ákveðið að kaupa svissneska franka eða bandaríska dollara fyrir sömu upphæð þá væri hann hins vegar ríkari í dag.

„Ef ég hefði keypt sviss­neska franka og geymt und­ir kodd­an­um í þrjú ár hefði ég hagn­ast um 885 þús. kr. um­fram það sem ég fékk frá bank­an­um en 656 þús. kr. ef ég hefði geymt doll­ara und­ir sama kodda,“ segir Guðmundur. „Ástæða þess­ar­ar herfi­legu út­reiðar ís­lenskr­ar inni­stæðu er tvíþætt. Í fyrsta lagi miðast ís­lensk verðtrygg­ing ekki við gengi gjald­miðla held­ur meðal­einka­neyslu­út­gjöld sem end­ur­spegla seint og illa verðmæti pen­inga. Samt er fjár­magn­s­tekju­skatt­ur­inn verri söku­dólg­ur.“

„Þetta er vit­laus­asti gern­ing­ur sem ég hef staðið að“

Þá segir Guðmundur að hann verði að játa syndir sínar. Fyr­ir um 25 árum var Guðmundur skipaður í nefnd til þess að koma á fjár­magn­s­tekju­skatti. „Þar var sjálf­ur ráðuneyt­is­stjór­inn Indriði Þor­láks­son og urðum við fljótt sam­mála um að þess­ar tekj­ur bæri að skatt­leggja eins og aðrar tekj­ur. For­ystu­menn verka­fólks í nefnd­inni töldu það frá­leitt og skipti nú eng­um tog­um að Indriða var vikið úr nefnd­inni og inn kom hlýðnari maður,“ segir hann.

„For­ystu­menn verka­fólks töldu einnig ófært annað en að skatt­leggja verðbæt­ur eins og vexti sam­an, því ógjörn­ing­ur væri að greina í sund­ur verðbæt­ur og vexti. Þetta varð ofan á. Sagt var að skatt­ur­inn yrði ein­ung­is 10%, en verka­lýðsflokk­ur hækkaði þetta síðan í 22%.“

Guðmundur botnar pistilinn með því að biðjast afsökunar á þessu. „Þetta er vit­laus­asti gern­ing­ur sem ég hef staðið að og bið ég Guð og þjóðina að fyr­ir­gefa mér að hafa ekki reynt að gera allt vitlaust á þess­um tíma.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Inga Sæland rassskellti hrútspungana í Hádegismóum – örvænting og örþrifaráð einkenna stjórnarandstöðuna

Orðið á götunni: Inga Sæland rassskellti hrútspungana í Hádegismóum – örvænting og örþrifaráð einkenna stjórnarandstöðuna
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Kóngurinn er sestur að í Hvíta húsinu

Kóngurinn er sestur að í Hvíta húsinu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Inga tók illa í fyrirspurn Hildar – Bergþór með föðurleg ráð

Inga tók illa í fyrirspurn Hildar – Bergþór með föðurleg ráð
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings

Vilhjálmur Birgisson skrifar: Hrægammarnir í bankakerfinu – græðgi á kostnað almennings
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Áslaug Arna: flokkurinn missti talsamband við fólk – gleymdi launþegum, íþróttum og atvinnulífinu

Orðið á götunni: Áslaug Arna: flokkurinn missti talsamband við fólk – gleymdi launþegum, íþróttum og atvinnulífinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Borgarstjórnarviðræður

Óttar Guðmundsson skrifar: Borgarstjórnarviðræður