Þetta kemur fram í könnun sem Zenter rannsóknir gerðu fyrir Fréttablaðið. Fram kemur að niðurstöðurnar séu nokkuð frábrugðnar síðustu könnun sem var gerð í júní á síðasta ári. Þá naut Lilja Alfreðsdóttir trausts 20,5%. Þá naut Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, trausts 3% en nú segjast 7,2% bera traust til hennar.
Katrín nýtur meira trausts meðal kvenna en karla og er það nokkuð jafnt í öllum aldurshópum en þó mest hjá þeim yngstu og elstu. Traustið í hennar garð eykst einnig með auknu menntunarstigi. Fólk með háskólapróf er líklegast til að treysta henni best. Meðal flokksmanna VG nýtur hún stuðnings 82% sem treysta henni best af öllum ráðherrunum.
Þegar spurt var hvaða ráðherra fólk beri minnst traust til þá var Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, oftast nefndur en 25% sögðust bera minnst traust til hans. Það er töluverð breyting frá síðustu könnun þegar 35% sögðust treysta honum minnst allra ráðherra.
Nánar er hægt að lesa um könnunina á vef Fréttablaðsins.