fbpx
Miðvikudagur 17.júlí 2024
Eyjan

Kolbrún hneyksluð á hræsninni: „Meirihlutinn elskar að fara til útlanda“ – Nýjar tölur um ferðakostnað hjá Reykjavíkurborg

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 8. janúar 2020 11:27

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bókaður ferðakostnaður  Umhverfis- og skipuflagssviðs Reykjavíkurborgar (USK) fyrir tímabilið júlí – september 2019 er alls 3.5 milljónir króna.

Þetta kemur fram í yfirliti sem lagt var fram á fundi skipulags- og samgönguráðs í morgun.

Þar af er ferðakostnaður borgarfulltrúa rúm milljón, sem telja bæði fulltrúa meirihlutans og minnihlutans. Kostnaður embættismanna er 1.2 milljónir, sem og kostnaður annarra starfsmanna.

Tækifæri til sparnaðar

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, telur að spara megi í útgjöldum borgarinnar þegar kemur að ferðalögum:

„Meirihlutinn elskar að fara til útlanda,“ segir hún við Eyjuna en Kolbrún lagði fram bókun í morgun þar sem hún gagnrýnir upphæðina:

„Dæmi eru um að margir kjörnir fulltrúar og embættismenn sem tengjast sama sviðinu fari í sömu ferð. Hér er slíkt dæmi. Um er að ræða 6 embættismenn, sviðsstjóri, samgöngustjóri, skipulagsfulltrúi, skrifstofustjóri skrifstofu sviðsstýru, skrifstofustjóri umhverfisgæða og byggingarfulltrúi ásamt kjörnum fulltrúum ráðsins. Hefði ekki dugað hér að 1-2 færu á þessa ráðstefnu sem myndu svo fræða hina þegar heim væri komið um það helsta?“

spyr Kolbrún.

Hræsni meirihlutans

Hún ýjar að hræsni meirihlutans þegar kemur að loftslagmálum, en hún sagði við Eyjuna að fulltrúar meirihlutans á fundinum í morgun hefði ekki sýnt neina viðleitni til að draga úr kostnaði, né ferðalögum, til að minnka mengun. Hinsvegar væri stöðugt talað um bílamengun, sem er þó aðeins brot af þeirri mengun sem flugferðir hafa í för með sér:

„Í þessu eina yfirliti yfir ferð á ráðstefnu er upphæðin 1.2 milljón. Hér má enn og aftur minna á tal meirihlutans um að bæta loftlagsgæði og minnka kolefnisspor. Tal meirihlutans um loftlagsmál og mikilvægi þess að draga úr útblæstri er hávært en ekki þegar kemur að ferðum þeirra sjálfra erlendis. Hér verða kostnaðar- og mengunarsjónarmiðum að vera haldið til haga.“

Kolefnisjafni sjálf

Kolbrún vil að einstklingar á vegum borgarinnar kolefnisjafni sjálfir flug sitt:

„Flokkur fólksins leggur til að borgarfulltrúar, borgarstjóri og aðstoðarmaður borgarstjóra kolefnisjafni flugferðir sínar til og frá útlöndum úr eigin vasa. Með þessu sýna borgarfulltrúar félagslega ábyrgð. Þær þrjár leiðir sem hægt er að kolefnisjafna er hjá Kolviði, Votlendissjóði og Iclandair. Borgarfulltrúar og sérstaklega borgarstjóri og aðstoðarmaður hans fara í margar flugferðir á ári erlendis sem skipta hundruð þúsunda. Ferðalangurinn sjálfur á að bera kostnaðinn og með því sýnir hann í verki viðhorf sitt til mikilvægis umhverfisverndar. Að kolefnisjafna er í dag viðurkennd aðgerð til að vega upp á móti útblæstri og því er ekkert að vanbúnaði að kjörnir fulltrúar kolefnisjafni og axli sjálfir ábyrgð á kostnaðinum. Lagt er til að á heimasvæði komi fram upplýsingar um kolefnisjöfnuð hvers og eins og hjá hvaða aðila það var gert.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur