Þorsteinn Már og Guðmundur Kristjánsson sem eru nánast einráðir í SFS hóta almenningi. Hótunin felst í því að ef ríkið borgar ekki sérstaklega fyrir leit á loðnu, þá verða engar loðnuveiðar! Samkvæmt núverandi kerfi þá sitja þessir aðilar nánast einir að því að veiða þá loðnu sem finnst. Þarf frekari vitna við um hve þessir drengir séu orðnir ofdekraðir og mikil nauðsyn að stokka kerfið upp og ekki síst þeirra vegna?“
Svo spyr Sigurjón Þórðarson, fyrrverandi þingmaður Frjálslynda flokksins og vísar í að Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hyggist ekki taka þátt í loðnuleitinni nema að ríkið greiði fyrir það.
Hafró hefur ekki yfir skipakosti að ráða til að leita að loðnunni ein síns liðs og því hafa fjögur skip frá útgerðinni tekið þátt í leitinni, gegn 130 milljóna króna greiðslu frá Hafró á síðasta ári. Nú er Hafrannsóknarstofnun hinsvegar blönk og engin leit verið á þessu ári.
Hefur sjávarútvegsráðherra sagt að um sameiginlegt verkefni sé að ræða og sagt útgerðina bera ábyrgð einnig.
Sjá nánar: Kristinn Hrafnsson svarar SFS – „Þetta hlýtur að teljast Evrópumet í ósvífni“