fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Eyjan

Ólína fékk 20 milljónir og vill sjá hausa fjúka – „Þetta er auðvitað póli­tískt kjör­in nefnd“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 6. janúar 2020 09:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólína Þorvarðardóttir, fær 20 milljónir króna í bótagreiðslu samkvæmt samkomulagi við ríkið, þar sem á henni var brotið þegar hún var ekki skipuð í starf þjóðgarðsvarðar. Hún sagði aldur sinn og kyn hafa orðið til þess að gengið hafi verið framhjá sér, þar sem hún hefði meiri menntun og reynslu en sá sem ráðinn var.

Þingvallanefnd skipaði Einar Sæmundsen í starfið, en Ari Trausti Guðmundsson, þingmaður VG er formaður nefndarinnar sem skipuð er fjórum stjórnarþingmönnum og þremur stjórnarandstöðuþingmönnum. Kærunefnd jafnréttismála komst síðan að þeirri niðurstöðu í apríl að brotið hefði verið á Ólínu.

Pólitísk ráðning ?

Ólína vill ekki útiloka að ráðningin hafi verið pólitísk og hefur mbl.is eftir henni að hún vilji að Ari Trausti segi af sér þingmennsku vegna málsins:

„Þetta er auðvitað póli­tískt kjör­in nefnd. Auðvitað vakna spurn­ing­ar um hvort formaður­inn hafi verið að fram­kvæma vilja ein­hvers ann­ars eða fylgja til­mæl­um sem komu ann­ars staðar frá, til dæm­is inn­an úr rík­is­stjórn­inni,“

seg­ir Ólína og minnist á að Ari Trausti hafi ekki axlað ábyrgð né séð sóma sinn í að biðjast afsökunar.

Ríkinu dýrt

Ólína segist ekki viss hvort hún sé ánægð með bótasamkomulagið og milljónirnar 20:

„Dóms­mál hefði kannski getað orðið rík­inu dýr­ara, en dóms­mál eru tíma­frek og slít­andi og ég taldi tíma­bært að leggja þetta mál aft­ur fyr­ir mig. Þessi gjörn­ing­ur nefnd­ar­inn­ar gagn­vart al­menn­um borg­ara verður dýr, en það á held­ur ekki að vera ódýrt þegar ríkið brýt­ur á ein­stak­ling­um.“

Einar Karl Hallvarðsson, ríkislögmaður, segir við Morgunblaðið að miðað hafi verið við 18 mánaða laun, en skipunartíminn væri fimm ár í starfi þjóðgarðsvarðar.

Ari Trausti hefur neitað að tjá sig um málið fyrr en eftir 22. janúar, þegar Þingvallanefnd tekur málið fyrir.

UPPFÆRT

Afsökunarbeiðni hefði getað lækkað bótagreiðslurnar

Ólína tjáir sig um málið á Facebook í dag. Þar segir hún að ef Ari Trausti Guðmundsson hefði beðist afsökunar og axlað ábyrgð á fyrri stigum málsins, hefði hún ekki farið fram á bæturnar:

Kæru vinir. Í gær varð opinber niðurstaða sem náðst hefur varðandi bótagreiðslu til mín vegna ráðningar í starf þjóðgarðsvarðar á Þingvöllum fyrir rúmu ári. Um er að ræða eins og hálfs árs laun þjóðgarðsvarðar – eftir skatta er upphæðin sem fellur í minn hlut um 13 mkr. Hjá þessum fjárútlátum hefði mátt komast ef eðlilegar starfsaðferðir hefðu verið viðhafðar í ráðningarferlinu, sem var því miður ekki.

Ég átti þess kost að taka málið fyrir dóm en ákvað að láta staðar numið og taka sáttatilboði ríkislögmanns. Ríkið leggur alltaf ískalt mat á stöðu sína og ég þykist vita að ef ríkið hefði talið sig eiga góða von um að hrinda af sér málsókninni hefðu þessar bætur ekki staðið til boða.

Þingvallanefnd sem er brotlegi aðilinn í málinu mun þó ekki borga brúsann. Það gera skattgreiðendur. Í fréttum hefur komið fram að fjárgreiðslan verði ekki dregin af nefndinni, heldur muni hún koma beint úr ríkiskassanum.

Þessi reikningur hefði aldrei komið til hefðu þeir kjörnu fulltrúar sem skipa meirihluta Þingvallanefndar vandað verk sín betur og/eða gengist við ábyrgð sinni þegar ljóst varð að þeir höfðu brotið lög.

Það á ekki að vera ódýrt fyrir hið opinbera að brjóta á einstaklingi – en það á auðvitað ekki að gerast. Hjá öllu þessu hefði mátt komast … jafnvel bara ein afsökunarbeiðni hefði getað lækkað þennan reikning töluvert. Og hefði formaður nefndarinnar séð sóma sinn í að axla ábyrgð og segja af sér formennsku eftir að kærunefnd jafnréttismála úrskurðaði s.l. vor að brotið hefði verið á mér, þá hefði sú gjörð jafnvel afmáð þennan reikning með öllu. Hvorugt gerðist.

Hvað um það – nú legg ég þetta mál að baki og reyni að gleyma því. Síðustu mánuðir hafa tekið á og nú vona ég að málinu sé lokið.

Einari þjóðgarðsverði óska ég velfarnaðar í hans störfum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna

Jóhann Páll: Níu prósent stýrivextir jafngilda ofurskattheimtu á almenning á Íslandi í þágu bankanna
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt

Ásmundur Einar: „Borgartúnshægrið“ reyndi að hindra hlutdeildarlánin sem hafa heldur betur sannað gildi sitt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt

Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík suður: Dagur hefur komið inn í kosningabaráttuna af ákveðinni auðmýkt
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“

Baldur segir að áralöng herferð Morgunblaðsins hafi borið árangur – „Skála líklega í sérpöntuðu kampavíni af fögnuði“