fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Eyjan

Capacent um ráðningu útvarpsstjóra: „Markmiðið er að klára þetta fyrir mánaðamótin“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 6. janúar 2020 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Starf útvarpsstjóra var auglýst þann 15. nóvember síðastliðinn og var upphaflegur umsóknarfrestur til 2. desember. Var hann síðan framlengdur til 9. desember. Listi yfir umsækjendur var ekki birtur líkt og venjulega, heldur haldið leyndum, þar sem nafnleysið átti að laða að hæfari umsækjendur.

Sú stefna brýtur reyndar í bága við persónuverndarstefnu RÚV, sem á grundvelli upplýsingalaga skyldar stofnunina til að að birta slíkan lista yfir umsækjendur. Úrskurðanefnd upplýsingamála hefur hinsvegar sagt að RÚV sé heimilt að halda listanum leyndum, en Umboðsmaður Alþingis hefur farið fram á að stjórn RÚV rökstyðji þessa ákvörðun sína enn frekar, enda sé RÚV í sömu stöðu og aðrar ríkisstofnanir.

Fékk stjórn RÚV frest til 7. janúar til þess að skila inn rökstuðningi sínum, en samkvæmt skrifstofu Umboðsmanns Alþingis hefur enginn rökstuðningur borist enn, en hann rennur út á miðnætti á morgun.

Klárist um mánaðarmót

Umsóknarferlið hjá Capacent um nýjan útvarpsstjóra mun líklega fara aftur af stað í vikunni og vonast er til að það verði afstaðið fyrir næstu mánaðarmót. Þetta segir Hilmar Garðar Hjaltason hjá Capacent, við Eyjuna í dag.

„Þetta tekur allt sinn tíma og verður ekki unnið í einhverri tímapressu, en nú eru hjólin að fara að snúast eftir jólafríið og markmiðið er að klára þetta fyrir mánaðarmótin,“

segir Hilmar.

Hann segir einnig að umsækjendur þurfi að fara í nokkrar umferðir viðtala áður en sá hæfasti verði valinn, en getur lítið gefið upp um hversu margir munu fá boðun í næstu umferð þar sem eftir eigi að taka þá ákvörðun.

Hann nefndi þó að margir umsækjendur hefðu bæst við eftir að tilkynnt var um framlengdan umsóknarfrest:

„Það var slatti sem bættist við eftir að fresturinn var framlengdur. Tilkynningin um það fór hinsvegar út áður en fresturinn rann út og því ómögulegt að segja til um hvort það var ástæðan fyrir fjölguninni eða ekki, en það var slatti sem bættist við.“

Alls 41 sótti um starfið, en meðal þeirra sem hafa staðfest umsókn sína eru Svanhildur Hólm Valsdóttir, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, Kolbrún Halldórsdóttir, leikstjóri og fyrrverandi þingmaður VG, Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir, doktor í lögum, fyrrverandi ritstjóri og útgefandi og fyrrverandi forsetaframbjóðandi, Baldvin Þór Bergsson, dagskrárstjóri hjá RÚV, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, leikkona og blaðamaður, Elín Hirst, fjölmiðlakona og fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Kristín Þorsteinsdóttir, fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins og útgáfustjóri 365 miðla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Að vera sinn eigin böðull

Steinunn Ólína skrifar: Að vera sinn eigin böðull
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?

Orðið á götunni: Enginn heimsendir þótt Framsókn sé í rusli – er Guðni Ágústsson ekki fósturlandsins Freyja?
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?

Svarthöfði skrifar: Markaðslaun fyrir kennara – hví ekki markaðskjör?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember

Lántaka ríkisins: Hærri vextir á ríkisvíxlum nú en í desember
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Íris ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum

Íris ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði

700 milljón króna jákvæður viðsnúningur Hofgarða – DV og miðlar Fjölmiðlatorgsins reknir með hagnaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar

Björn Jón skrifar: Grænland er land framtíðarinnar
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni

Svarthöfði skrifar: Enginn er spámaður í eigin föðurlandi – Dagur gæti haft tromp uppi í erminni