fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Eyjan

Fyrrum stefnumótunarsérfræðingur ríkisins vill breytingar og vitnar í Sigmund Davíð – „Kerfið ræður“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 3. janúar 2020 10:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Héðinn Unnsteinsson, stefnumótunarsérfræðingur forsætisráðuneytisins frá 2010-2018, nú hjá Capacent, skrifar grein í Morgunblaðið í dag, hvar hann kallar eftir einfaldara Íslandi og endurskipulagningu á uppbyggingu stjórnkerfisins, ekki síst ráðuneytunum.

Héðinn hefur áður vakið athygli fyrir þennan greinarflokk sinn, en hann hefur einnig skrifað um sameiningu sveitarfélaga.

Sjá nánar: Fyrrverandi stefnumótunarsérfræðingur ríkisins:„Hvernig í ósköp­un­um er hægt að ein­falda þetta kerfi?“

Kerfið ræður

Héðinn vitnar í orð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Miðflokksins, sem í nóvember sagði:

„Vandinn sem við stöndum nú frammi fyrir hér á landi og víðar er að lýðræðið er hætt að virka sem skyldi. Kerfið ræður.“

Héðinn telur að koma megi í veg fyrir slíka þróun, en aðeins ef nokkuð umfangsmikla breytingar verði gerðar:

„Til þess að svo geti orðið þýðir ekki eingöngu að safna reynslusögum um þjónustu kerfisins heldur verður að skoða heildarmyndina af strúktúr þess og einfalda það verulega þannig að virknin geti ráðið strúktúr og stefnuviðleitnin valdi menningunni en ekki öfugt,“

segir Héðinn, en Miðflokkurinn kallaði eftir reynslusögum fólks af kerfinu fyrir skemmstu.

Sílóstrúktúrinn

Héðinn viðurkennir að margt hafi batnað til hins betra eftir síðustu breytingar á lögum um Stjórnarráð Íslands, um opnari, rafræna stjórnsýslu en tekur þó dæmi um fáránleika kerfisins:

„En „sílóin“ standa. Eitt sinn skömmu eftir lagabreytinguna hélt ríkisstjórnin fund úti á landi og ákvað að þeirra tíma hefð að veita stórum fjárhæðum í uppbyggingu innviða og mannauðs á sama stað. Viku eftir fundinn voru sendir sjö embættismenn og sérfræðingar úr sjö ráðuneytum til að funda með heimafólki og ganga frá málum. Þrátt fyrir að allir sérfræðingarnir hefðu starfað lengur en í fimm ár fyrir Stjórnarráðið voru fimm þeirra að hittast í fyrsta sinn augliti til auglitis í flugvélinni. Hér er enn við lýði ráðherrastjórnsýsla þar sem ákvarðanir ráðherra eru teknar í ráðuneytum, oft ekki með nægilegri yfirsýn yfir mögulega tengda þætti í öðrum ráðuneytum sem kunna að skarast við ákvarðanatökuna í „sílóunum,“

segir Héðinn.

Öll ráðuneytin á sama stað

Hann nefnir að þessi „sílóstrúktúr“ liti allt skipulag og virkni kerfisins og gegnsýri þá tæplegu 22 þúsund starfsmenn sem starfi á sveitarstjórnarstiginu en kemur með tillögur til úrbóta:

„Er ekki skynsamlegt að auka samhæfða ákvarðanatöku í fámennu samfélagi? Kann að vera að besta leiðin til þess sé að breyta og einfalda strúktúr almannaumboðsins? Samhliða gæti verið önnur leið að flýta uppbyggingu þannig að öll ráðuneytin yrðu saman á Stjórnarráðsreitnum með sameiginlegri stoðþjónustu undir einu þaki. Viljum við ekki að ríkisstjórn framkvæmdavaldsins sinni málum og okkur íbúum í einni rútu en ekki á níu einkabílum? Ríkisstjórnarfundir eru ekki stjórnvald, þeir geta ekki tekið stjórnsýsluákvarðanir á sviðum einstakra ráðherra. Til þess þarf atbeina ráðherranna.“

Betra í Svíþjóð

Héðinn nefnir Svíþjóð sem dæmi um draumaríkið þegar kemur að opinberri stjórnsýslu:

„Stjórnarfar framkvæmdavaldsins í Svíþjóð er fjölskipað stjórnvald sem fundar oftar en tvisvar í viku og tekur sameiginlega um 20.000 ákvarðanir á ári. Í Svíþjóð stýra ráðherrar litlum ráðuneytum og geta ekki gefið stjórnsýslunni fyrirmæli nema sameiginlega í gegnum ríkisstjórn. Þetta hefur meðal annars í för með sér stóraukið samráð og pólitíska ákvarðanatöku á ríkisstjórnarfundum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur