fbpx
Laugardagur 02.nóvember 2024
Eyjan

Jóhannes fær fjárhagslegan stuðning í Samherjamálinu – „Orðið fyrir heiftarlegum persónuárásum og níði“

Ritstjórn Eyjunnar
Þriðjudaginn 28. janúar 2020 09:22

Jóhannes Stefánsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hugrekkissjóðurinn (Courage Foundation) hefur ákveðið að styðja við bakið á Jóhannesi Stefánssyni, uppljóstrara í Samherjamálinu. Frá þessu greinir Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks:

„Jóhannes Stefánsson sem er upphafsmaður Samherjamálsins (Fishrot) hefur nú þegar orðið fyrir heiftarlegum persónuárásum og níði. Hann nær að hrista það af sér. Aðrar varnir þurfa stuðning. Þó að Jóhannes hafi formlega stöðu uppljóstrara í Namibíu og er laus undan hættu á lögsókn þar í landi, verður hann að undirbúa varnir í öðrum lögsagnarumdæmum, meðal annars á Íslandi,“

skrifar Kristinn á Facebook og nefnir að kostnaður við lagalegar varnir Jóhannesar sé byrjaður að hlaðast upp. Þá kemur fram að Eva Joly leiði varnarvinnuna sem og lögmenn hjá Rétti lögmannsstofu.

Í hópi með Manning og Snowden

Hugrekkissjóðurinn er sá sami og Edward Snowden og Chelsea Manning, tveir frægustu uppljóstrarar samtímans, nutu aðstoðar hjá einnig. Wikileaks er einn af stofnendum sjóðsins, sem er samstarfsverkefni margra aðila og er byggður upp af fjárframlögum einstaklinga og lögaðila.

Kristinn segir við Stundina að Jóhannes sé í erfiðri stöðu og því hafi Wikileaks ákveðið að aðstoða hann. Ýmiskonar vandi steðji að uppljóstrurum, sem eigi gjarnan erfitt með að fá vinnu og standi andspænis gríðarháum lögfræðikostnaði, fyrir utan alls kyns hótanir og ógnanir sem að þeim steðji, sem geti leitt til þess að þeir þurfi að flýja land.

Þá greinir Stundin frá því að Jóhannes hafi einnig notið stuðnings uppljóstrarasamtakanna PPLAAF, sem sérhæfi sig í að styðja við bakið á uppljóstrurum í Afríku.

„Courage sjóðurinn þarf stuðning almennings til að styðja uppljóstrara eins og Jóhannes og áður Edward Snowden og fleiri.
Ein leið til að þakka Jóhannesi verkið er að setja í baukinn hjá Courage. Endilega deilið,“

skrifar Kristinn og birtir tengil á síðu sjóðsins, fyrir þá sem vilja leggja sitt af mörkum.

Hugrekkissjóðurinn

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bjarni lukkulegur með gleðitíðindin og spáir því að vextir lækki frekar í nóvember – „Planið okkar hefur gengið upp“

Bjarni lukkulegur með gleðitíðindin og spáir því að vextir lækki frekar í nóvember – „Planið okkar hefur gengið upp“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Jón segist ekki vera rasisti – „Ég kippi mér ekki upp við svona bull og merkimiða“

Jón segist ekki vera rasisti – „Ég kippi mér ekki upp við svona bull og merkimiða“