fbpx
Sunnudagur 26.janúar 2025
Eyjan

Guðmundur Steingríms: „Hverfur þá mögulega ævintýrið? Deyr leyndardómurinn?“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 27. janúar 2020 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Steingrímsson, rithöfundur, tónlistarmaður og fyrrverandi stjórnmálamaður, skrifar um hið umdeilda miðhálendisþjóðgarðsfrumvarp sem umhverfisráðherra hyggst leggja fram á yfirstandandandi þingi, í Fréttablaðið í dag.

Guðmundur spyr hvað gera eigi við einskis manns land, svo það verði áfram einskis manns land:

„Jú, við verndum það. Við pössum það. Við hjálpum fólki að njóta þess. Fjölmargar leiðir eru til þess að ná slíkum markmiðum, sérstaklega þegar sáttin er, þrátt fyrir allt, svo mikil — eins og ég held að hún sé — um þýðingu miðhálendisins og náttúru þess. Ég hef enga samúð með þeim sem vilja fara upp á hálendið með gröfur og gera óskunda. Ég held að hugmyndir um svoleiðis gauragang sé á hröðu undanhaldi.“

Hann segist þó geta tekið undir áhyggjur þeirra sem eru á móti frumvarpinu:

„Ef ég reyni hins vegar að finna einhvern flöt sem ég tengi við, á áhyggjum þeirra sem lýsa efasemdum um formlegan þjóðgarð, þá er hann helst þessi: Ef svæðið verður þjóðgarður, undir stjórn og stofnun, hverfur þá mögulega ævintýrið? Deyr leyndardómurinn? Verður allt í einu kominn þarna yfirmaður? Hvað ef hann er ömurlegur, eins og stundum vill verða? Verður þetta einhvers manns land? Mun hálendið allt í einu sogast inn í alls konar árekstra stofnanalegra hagsmuna og enda fjársvelt og utangarðs á fjárlögum? Hvað verður nákvæmlega fengið með þjóðgarði umfram það sem við eigum nú þegar?  Ég styð hugmyndina, en ég held að það yrði gott að útskýra þessa hlið ögn betur.“

Þegar orðið þjóðgarður

Guðmundur nefnir að þetta svæði sé afar sérstakt:

„Það eru ekki margar þjóðir sem geta státað af svo aðgengilegri nálægð við svona víðfema auðn, svona þögult víðerni, svona samspil birtu og fjalla, svona drunga og svona ró. Hálendið er auðvitað einstakt. Hálendið er eins fjarri því að vera byggð og hægt er. Fyrir fólk sem vill flýja borgir, annað fólk og rússíbana eru líklega fáir staðir betri.“

Menningarleg sameign

Guðmundur segir miðhálendið, í mikilvægum skilningi, þegar vera orðið að þjóðgarði, þaðan sem ógrynni þjóðsagna og ævintýra séu uppsprottin:

„Áhrif þessa svæðis á það hvað það þýðir að vera Íslendingur eru gríðarleg. Enginn á sumarbústað þarna. Auðmenn eiga þetta ekki. Enginn á ættir sínar að rekja þangað. Enginn einn, umfram annan, getur slegið eign sinni á þetta svæði. Það bara er þarna. Leyndardómsfullt og þögult. Það er menningarleg sameign.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Inga Sæland svarar gagnrýninni fullum hálsi og segir komið fram við þjóðina eins og fífl – „Óvandaðir falsfréttamiðlar“

Inga Sæland svarar gagnrýninni fullum hálsi og segir komið fram við þjóðina eins og fífl – „Óvandaðir falsfréttamiðlar“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Helga Vala segir stórri spurningu ósvarað hvað varðar styrkjamál Flokks fólksins – „Er það ekki ögn sérstakt?“

Helga Vala segir stórri spurningu ósvarað hvað varðar styrkjamál Flokks fólksins – „Er það ekki ögn sérstakt?“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorgerður Katrín: Í Covid vorum við upp á náð og miskunn Svía komin vegna þess að Ísland var ekki í ESB

Þorgerður Katrín: Í Covid vorum við upp á náð og miskunn Svía komin vegna þess að Ísland var ekki í ESB
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina

Kristrún Frostadóttir: Lítum á þingflokka ríkisstjórnarinnar sem einn stóran þingflokk – nýtt verklag við landsstjórnina
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra

Þorgerður Katrín: Gjaldmiðillinn verður að vera skjól fyrir heimili og atvinnulíf og gefa færi á því að blómstra
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir

Óttar Guðmundsson skrifar: Grænlandsraunir