fbpx
Miðvikudagur 04.desember 2024
Eyjan

Segir Þórhildi Sunnu sækjast eftir athygli og að Samherjasímtalið gleymist fljótt

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 22. janúar 2020 17:30

Mynd Hanna DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árum saman skaut upp efasemdum um efni símtals milli Geirs H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, og Davíðs Oddssonar, þáverandi seðlabankastjóra, sem snerti lán til Kaupþings á örlagastundu í bankahruninu í byrjun október 2008. Alls kyns samsæriskenningar voru á kreiki vegna símtalsins. Oftar en einu sinni var rætt um símtalið í þingsal og nefndum alþingis. Fyrir tilviljun var símtalið hljóðritað og einn góðan veðurdag, mörgum árum eftir atvikið, birtist útskrift á símtalinu. Síðan hefur ekki verið á það minnst. /Svo virðist sem frumkvæðisathugun stjórnarandstöðunnar vegna hæfis Kristjáns Þórs og Samherjamálsins, eins og Namibíumálið er gjarnan kallað hér, ætli að breytast í nýtt símamál,

skrifar Björn Bjarnason, fyrrverandi dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins í pistli um opinn fund stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis í morgun, þar sem hæfi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra var til athugunar, en vinatengsl hans við forstjóra Samherja, Þorstein Má Baldvinsson, hafa orðið að tilefni til ásakana um meint vanhæfi Kristjáns til að gegna embætti sínu.

Samherjasímtalið

Til grundvallar málinu liggur símtal sem Kristján Þór átti við Þorstein í kjölfar frétta Samherjamálsins, þar sem Kristján spurði hvernig Þorsteini liði og hvernig Samherji ætlaði að bregðast við, en spurt var í morgun hvort þar hefði talað ráðherrann Kristján Þór eða vinurinn Kristján Þór.

„Svo virðist sem frumkvæðisathugun stjórnarandstöðunnar vegna hæfis Kristjáns Þórs og Samherjamálsins, eins og Namibíumálið er gjarnan kallað hér, ætli að breytast í nýtt símamál. Það „kristallist ákveðið vanhæfi“ í símtali milli manna sem þekkjast þegar hart er sótt að öðrum þeirra,“

segir Björn og líkir Samherjamálinu við símtalið fræga milli Davíðs og Geirs, sem Björn segir að sé öllum gleymt og gerir því ráð fyrir að Samherjasímtalið fari sömu leið, þó vafalaust sé of snemmt að fullyrða nokkuð um slíkt.

Sjálfur sagði Kristján Þór í morgun að hann hefði ekkert að fela og í símtalinu hefði hann aðeins verið að sinna athafnaskyldu sinni:

„Sú staða sem ríkti gagnvart Samherja var einfaldlega sú að ég hafði engra hagsmuna að gæta gagnvart því fyrirtæki.“

Athyglissýki hjá Þórhildi

Björn segir að málið sé runnið úr ranni Þórhildar Sunnu Ævarsdóttur, þingmanns Pírata, en hún er formaður nefndarinnar. Segir Björn að hún hafi slegið málinu upp til að komast í fréttir:

„Til að slá sér upp og komast í fréttir á kostnað ráðherrans hóf píratinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar alþingis, „frumkvæðisathugun“ á hæfi Kristjáns Þórs sem ráðherra.“

Þá er athyglisvert orðalag Björns er hann fjallar um umfjöllun Kveiks um Samherjamálið:

„Í sjónvarpi ríkisins var í haust fluttur sjónvarpsþáttur þar sem Samherji var borinn þungum sökum vegna óeðlilegra viðskiptahátta í Namibíu, að minnsta kosti á íslenska mælistiku. Síðan hefur stjórnarandstaðan hundelt Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.“

Varhugaverð tilraun

Að lokum segir Björn að allt sé þetta tilkomið vegna þeirrar nýbreytni að gefa stjórnarandstöðunni eftir formennsku í nefndum Alþingis, þó það þekkist annarsstaðar:

„Málatilbúnaðurinn á hendur Kristjáni Þór Júlíussyni í þessu máli er svo illa ígrundaður að erfitt verður að skapa stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd alþingis að nýju þann sess sem henni ber að hafa. Sýnir þetta hve varhugavert getur verið að fela stjórnaranstæðingum formennsku í nefndum alþingis þótt slíkt geti gefið góða raun í þjóðþingum annarra landa.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu

Hannes segir kosningarnar vera mikinn ósigur vinstri aflanna en líst vel á að Sjálfstæðisflokkurinn verði í stjórnarandstöðu
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn

Gunnar Smári ósáttur við 5% þröskuldinn – Sósíalistar hefðu annars fengið inn tvo þingmenn