Fylgi VG í Norðvesturkjördæmi hefur hríðfallið frá Alþingiskosningum síðla hausts árið 2017 en þá fékk flokkurinn 17.8% fylgi í kjördæminu.
Samkvæmt könnun MMR þann 3. – 13 janúar fékk VG aðeins 4.4% fylgi, sem er aðeins um ¼ af kjörfylgi flokksins á svæðinu. Bæjarins besta á Ísafirði greinir frá.
Ljóst er að eitthvað af þessu fylgi hefur farið yfir til Sósíalistaflokksins sem fær 7.1 % en það er mesta fylgi flokksins í öllum kjördæmum en hann mælist með 4.1% á landsvísu og nær því ekki inn jöfnunarmanni, en lágmarkið er 5%.
Er Sósíalistaflokkurinn fimmti stærsti flokkurinn í kjördæminu, mælist stærri en Flokkur fólksins, Píratar, VG og Viðreisn sem fær minnsta fylgið, 3.2%.
Önnur stór tíðindi er að í sömu könnun mælist Miðflokkurinn stærstur í Norðvesturkjördæmi, með 20.7 %
Kjördæmaþingsætin eru sjö og fengi Miðflokkur, Sjálfstæðisflokkur og Samfylking tvö þingsæti og Framsóknarflokkur eitt, ef kosið yrði nú, en óljóst er hvar jöfnunarsæti myndi lenda.
Miðflokkurinn – 20,7%
Sjálfstæðisflokkurinn – 19,8%
Samfylkingin- 15,7%
Framsóknarflokkurinn- 15,6%
Sósíalistaflokkurinn -7,1%
Flokkur fólksins- 6,5%
Píratar- 6,1%
Vinstri græn- 4,4%
Viðreisn- 3,2%